Leita í fréttum mbl.is

Dragnótin gefur besta hráefnið.

dragnótHæsta verðið greitt fyrir dragnótaþorskinn

Norskir fiskkaupendur greiða hæsta verðið fyrir þorsk sem veiddur er í dragnót ef marka má upplýsingar sem birtar eru á vefsíðu Fiskaren í dag. Dragnótaþorskurinn selst gegn hæsta meðalverðinu hvort heldur sem um er að ræða stærðarflokkinn 3,5-4,5 kg eða þorsk yfir 4,5 kg.

BjarmiFréttin er reyndar nokkuð misvísandi því í inngangi segir að hæst verð sé greitt fyrir línuveiddan þorsk í stærðarflokknum +4,5 kg. Í töflu, sem birt er með fréttinni, kemur hins vegar í ljós að dragnótin er það veiðarfæri sem gefur verðmætasta þorskaflann.

Ef litið er á töflurnar, þá er hæsta meðalverðið fyrir þorsk þyngri en 4,5 kg að jafnvirði 309,50 ísl. kr/kg. Lægsta meðalverðið er hins vegar fyrir togarafisk eða um 251.20 ísl. kr/kg.

Fyrir flokkinn 3,5 til 4,5 kg er dragnótaþorskurinn á um 275 ísl. kr/kg að meðaltali en lægsta verðið er fyrir þorsk úr gildrum, 234,80 ísl. kr/kg, en skammt þar fyrir ofan er togaraþorskur á 236,50 ísl. kr/kg.

Ath; frétt af skip.is í dag 14.02.2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki barist fyrir að banna dragnótarveiðar um allan heim?

Jón Steinar Ragnarsson, 15.2.2007 kl. 18:13

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Nei alveg hið gagnstæða þá hafa veiðar með dragnót verið að hasla sér völl sem eitt hið vistvænasta veiðarfærið sem til er. En aftur á móti þá hafa öfundarmenn dragnótar á Íslandi haldið uppi stöðugum óhróðri um veiðarfærið og eru það oftast trillukarlar sem seldu kvótana sína og eru bugaðir menn flestir hverjir.

Níels A. Ársælsson., 15.2.2007 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband