Leita í fréttum mbl.is

Fiskeldisstöðin á Sveinseyri í Tálknafirði

guðmundur jónsson við sveinseyri

Á Sveinseyri  í Tálknafirði er fiskeldisstöð sem ekki hefur verið starfrækt í nokkur ár. Hluti af fasteignum stöðvarinnar er þinglýst eign Bæjarvíkur ehf, en það félag á og rekur litla bleikjueldisstöð á Gileyri í Tálknafirði.

Sá böggull fylgir þó skammrifi á eignarhaldi fasteigna fiskeldisstöðvarinnar á Sveinseyri að eigendurnir hafa engann lóðaleigusamning undir stöðina og ekki heldur neinn vatnsnýtingarsamning fyrir rekstur fiskeldis.

Forsaga málsins er sú að Byggðastofnun eignaðist fasteignir fiskeldisins á Sveinseyri fyrir 8 árum er rekstur stöðvarinnar fór í þrot. Ekki náðust samningar á milli landeiganda og Byggðastofnunar um notkun á landi og nýtingu vatns og að endingu seldi Byggðastofnun fasteigninar til fyrirtækisins Icelandic Qualty Water ehf, fyrir fimm hundruð þúsund krónur.

Eigendur Icelandic Qualty Water ehf, reyndu að ná samningum á sínum forsendum við landeigendur á Sveinseyri um notkun á landi og vatni en samningar tókust ekki.

Eigendur Icelandic Qualty Water ehf, gáfust upp á áformum sínum sem voru þau að breyta fiskeldisstöðinni á Sveinseyri í vatnsverksmiðju og seldu því fasteignirnar til Bæjarvíkur ehf, fyrir tvær milljónir króna.

Bæjarvík ehf, er að mestum hluta í eigu Ármans Kr. Ólafssonar bæjarstjóra í Kópavogi og bróður hans Árna Ólafssonar framkvæmdastjóra Menju ehf, sem er fiskútflutningsfyrirtæki í Reykjavík.

Engar aðrar eignir fylgja eignarhaldi fiskeldisstöðvarinnar á Sveinseyri nema þær sem kveðið er á um í afsali frá Byggðastofnun til Icelandic Qualty Water ehf, en þær eru tvær fasteignir (brunnhús og seiðahús) auk fiskeldiskerja. Ekkert lausafé fylgdi með í kaupunum og er skýrt kveðið á um það í afsali Byggðastofnunar og að fiskeldisstöðinni fylgi ekki neinn lóðaleigusamningur né samningur um nýtingu vatns.

Um miðjan dag á sunnudag 22. apríl sl, gerðist sá fáheyrði atburður hér í Tálknafirði að menn á vegum Fjarðalax ehf, ruddust inn á afgirt land Sveinseyrar með skotbómulyftara og vörubíl og tóku ófrjálsri hendi fiskidælu  sem metin er á margar milljónir króna en dælan er í persónulegri eigu landeiganda.

Landeigendur urðu mannanna varir og létu lögregluna á Patreksfirði vita sem mætti á staðinn og stöðvaði hún þá er þeir voru á leið í burtu með búnaðinn á palli vörubílsins.

Aðspurðir af lögreglu og landeigendum sögðust mennirnir hafa verið sendir af lögmanni Bæjarvíkur ehf, til að sækja búnaðinn sem hafi verið seldur til Fjarðarlax ehf, en það fyrirtæki rekur kvíaeldi á laxi í Tálknafirði.

Sýslumaðurinn á Patreksfirði úrskurðaði í morgun að forráðamenn Fjarðalax ehf, skyldu færa hinn stolna búnað aftur á sinn stað enda hefðu þeir tekið hann með ófrjálsri hendi og í algjöru heimildarleysi.

Forráðamenn Fjarðalax ehf, hafa verið kærðir til lögreglu fyrir innbrot, þjófnað og eignarspjöll.

Framhald síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband