Reynslan af stjórnun þorskveiða við Island frá 1976 styður niðurstöður rannsóknar sem nýlega var greint frá í vísindatímaritinu Science.
Þetta er mat Jóns Kristjánssonar, fiskifræðings, sem kemur fram í nýjasta hefti Fishing News (FN).
Fjallað var um greinina úr Science í Morgunblaðinu 25. apríl síðastliðinn (Vilja veiða og hirða allt sem hafið gefur).
Þar setti hópur 18 vísindamanna víða að úr heiminum fram þá skoðun að valbundnar fiskveiðar, þar sem mið sé sótt í fáar tegundir og fiska af tiltekinni stærð, auki hvorki framleiðni né dragi úr áhrifum af fiskveiðum á vistkerfi hafsins.
Í greininni í Fishing News er haft eftir Jóni að niðurstöður vísindamannanna sem skrifuðu greinina í Science ættu að ýta við yfirvöldum fiskveiða í Evrópusambandinu og eins vísindamönnum Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES.
Þær ættu að hvetja til þess að fallið verði frá viðteknum viðhorfum í fiskveiðistjórnun og tekið upp afslappaðra" fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar.
Fishing News segir að umfangsmikil tilraun hafi hafist á Íslandsmiðum þegar erlendir fiskiskipaflotar yfírgáfu miðin 1976.
Við hafi tekið róttækar breytingar. Möskvastærð botnvarpa hafi verið stækkuð úr 120 mm í 155 mm til að vernda smáþorsk.
Þetta hafi valdið þvi að veiðin færðist upp í aldursröð þorsksins. Þessu hafi fylgt að dregið hafi úr vexti fiskanna miðað við aldur, sem benti til fæðuskorts, og þyngd sex ára þorska farið úr fjórum í þrjú kíló.
Landaður afli minnkaði og 1984 var tekið upp kvótakerfi, aflamarkskerfí. Blaðið segir að fram að þessu hafi meðal þorskafli á Íslandsmiðum verið um 450.000 tonn á ári um langa hríð.
Eftir breytingarnar hafi þorskveiðin minnkað niður í um 150.000 tonn á ári og nú sé þorskkvótinn 170.000 tonn á ári.
Í stað þess að fara aftur til fyrra fyrirkomulags hafi verið hert á fiskveiðistjórnuninni og smáfiskavernd aukin með svæðalokunum.
Sama reynsla fékkst í Norðursjó, Írska hafi og vestan við Skotland, að sögn FN. Eina undantekningin sé Barentshaf en þar hafi stjórnmálamenn leyft stærri kvóta en Alþjóðahafrannsóknaráðið lagði til.
Þá hafi verið leyft að landa smáum fiski vegna veiða Rússa á smáþorsk.
Athugasemdir
Sæll Nilli
Þetta er nokkuð merkilegt. Staðreyndirnar liggja á borðinu, sannaðar með 30 ára reynslu og víðtækum vísindarannsóknum, en menn yppta ekki einu sinni öxlum, hvað þá að þeir hlusti.
Jón Kristjánsson, 9.5.2012 kl. 17:48
Þeir hlusta ekki á neitt enda fiskifræðin hjá þeim algjört aukaatriði eins og við vitum.
Níels A. Ársælsson., 10.5.2012 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.