Leita í fréttum mbl.is

Er ekki nánast öll Íslenzka þjóðin samþykk þessu ?

16%20Shipwreck%20in%20museum%20(r)
Stjórnmálayfirlýsing Frjálslyndra:
Sjávarútvegsmál:
Stefna Frjálslynda flokksins í sjávarútvegsmálum og afstaða hans til núverandi fiskveiðistjórnunarlaga er óbreytt. Frjálslyndi flokkurinn hefur mótað skýra stefnu sem byggist á að eftirfarandi meginatriði séu uppfyllt:

- Að í reynd sé það virt að fullu að fiskimiðin eru sameign íslensku þjóðarinnar
- Að réttur sjávarbyggðanna til nýtingar aðliggjandi fiskimiða sé virtur
- Að jafnræði og sanngjörn samkeppnisskilyrði ríki í sjávarútvegi, bæði veiðum og vinnslu
- Að eðlileg nýliðun sé möguleg þannig að framtak dugmikilla einstaklinga fái notið sín.
- Að lög um fiskveiðistjórn tryggi hagkvæma og skynsamlega nýtingu fiskimiðanna.

Frjálslyndi flokkurinn telur að núverandi löggjöf uppfylli ekkert af þessum grundvallarskilyrðum.

Flokkurinn mun því berjast gegn óbreyttri sjávarútvegsstefnu og mæla fyrir sinni gjörbreyttu stefnu af festu og einurð, jafn lengi og þörf krefur, í fullri vissu um að hafa sigur að lokum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

ég er algerlega sammála þessu.kv frá eyjum.Gea.

Georg Eiður Arnarson, 16.2.2007 kl. 09:32

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Sammála. Ég held að mikill meirihluti landsmanna 70-80% sé sammála þessu. Óttast þó að engin stjórnmálaflokkur nema Frjálslyndi flokkurinn hafi áhuga á að ræða þessi mikilvægu mál. Hef á tilfinningunni að andstæðingar kerfisins hafi margir hverjir gefist upp.

Egill Rúnar Sigurðsson, 19.2.2007 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband