Leita í fréttum mbl.is

Frá hafi til hafnar

kompás 1-1

Vikur sjávar að fornu frá Selárdal við Arnarfjörð að Stykkishólmi.

Frá Selárdal úr Hraukshaus í Steinbítahamar, þaðan í Hólshaus og Háanes í Tálknafirði, og í Sleiphellu, þaðan í Hvammeyrartanga og í Fálkahorn, svo í Molduxa í Tálkna utanverðan, þaðan í Íshamar (eða Ystahamar), þaðan í Stapa fyrir utan Hlaðseyri, svo þaðan fyrir botn Patreksfjarðar og í Fjarðarhorn fyrir utan Skápadal, svo í Hákarl við Hamraendi við Sauðlauksdal. Þaðan í Háanes (= Sellátranes) og í Þyrsklingahrygg í Blakknesi, svo í Kofuhelli við Hnífa í Kollsvík, þaðan í Bjarnargjá í Bjarnanúp að Barði í Látrabjargi í Lambarhlíðanes í Breiðavíkurbjargi (Látrabjarg), þaðan í Sleiphellu á Brekkuhlíð innanverðri, svo í Bæjarás á Rauðasandi, úr Bæjarás í Stálhlein á Sigluneshlíðum.

(Hálf vika frá Bæjarás að Skor) frá Stálhlein í Ytranes. (Hálf vika frá Ytranesi að Siglunesi), frá Ytranesi í Haukabergsvaðal, frá Haukabergsvaðli í Hagavaðal, frá Hagavaðli að Rauðsdalsklauf, þaðan að Suðurskerjum við Sauðeyjar, þaðan í Þorfinnssker og þaðan í Flatey. Frá Flatey eru taldar tvær vikur sjávar í Bjarneyjar, og þaðan fjórar vikur sjávar í Stykkishólm.

Ennfremur áfram með Barðaströnd, frá Rauðsdalsklauf að Moshlíðará, þaðan í Hamarsstöð á Hjarðarnesi og þaðan að Litlanesi.

(Heimild frá Ólafi Thoroddsen skipstjóra).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband