Leita í fréttum mbl.is

Launhelgi lyganna:

Ellý Katrín biðji Íslendinga afsökunnar á ummælum sínum.

Ellý KatrínEllý Katrín Guðmundsdóttir, nýskipaður forstjóri Umhverfisstofnunnar, sagði Júlíu Margréti Alexandersdóttur (Fréttablaðið 17.02.2007) frá umhverfisvænni framtíðarsýn sinni en hún telur Ísland geta orðið í fararbroddi í umhverfismálum.

En á hvaða stigi eru Íslendingar í umhverfismálum spyr blaðamaður ?

Ellý svarar:

"Ég held að Íslendingar hafi alltaf verið hugsandi um umhverfismál og við sjáum það í fiskveiðistjórnunni okkar, sem við höfum nálgast með skynsömum hætti"

Hefur Ellý Katrín ekki kynnt sér hið raunverulega ástand sem skapast hefur með fiskveiðistjórnunnarkerfi Íslendinga sem leitt hefur til meiri hörmunga fyrir fólkið í sjávarbyggðunum og sóunnar á fiskveiðiauðlindinni en sögur fara af frá upphafi byggðar á Íslandi ?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Væri kann ski rétt að senda henni stuttann pistil til fróðleiks um þau mál?

Jón Steinar Ragnarsson, 19.2.2007 kl. 01:29

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég held við ættum að taka hana í fullorðinsfræðslu þessa elsku Vestfirðingarnir.

Níels A. Ársælsson., 19.2.2007 kl. 01:49

3 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Hvernig er uppskrift af sanngjarnri fiskveiðistefnu.???  Það sem ég vil sjá, er að sjávarþorpin fái til sín kvóta, svo lífsviðurværi sjávarplássa verði ekki steypt í voða, sem hefur gerst hjá nokkrum þeirra. Vil að Íslendingar eigi fiskinn sameiginlega en ekki útvaldir kvótaeigendur og erfingjar þeirra. 

Áslaug Sigurjónsdóttir, 19.2.2007 kl. 03:25

4 Smámynd: Ársæll Níelsson

Hvernig ætla Frjálslyndir að standa að afnámi kvótakerfisins?

Það fer ekki á milli mála hvað þeir vilja vilja ekki, hinsvegar er finn ég hvergi neitt um það hvernig þeir hyggjast standa að þessum breytingum. Ég er sammála markmiðum þeirra að mestu leyti, en á að knýja fram breytingar á einni nóttu með því að sveifla töfrastaf og fara með þulu? Í þessu máli verð ég að segja að þá finnst mér Vinstri-grænir vera með skýrustu stefnuna.

Ársæll Níelsson, 21.2.2007 kl. 14:04

5 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sovéttríkin liðuðust í sundur á einni nóttu og Berlínarmúrinn féll á innan við klukkutíma. Nasistar voru hraktir frá völdum á örfáum dögum þrátt fyrir að 90% af þjóðinni styddi þá. Byrgið lokaði á einni nóttu og orðspor sæluheimilis ungra drengja í Breiðuvík varð að einni mestu martröð Íslandssögunnar í einum Kastljósþætti. Ide Amin forseti Úganda varð útlægur úr landi sínu á örfáum mínótum. Sjáseskú forseti Rúmeníu til 40 ára fékk kúlu á milli augnana á sekúndubroti og komónistaríkið féll á sömu stundu. 

Níels A. Ársælsson., 21.2.2007 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband