29.11.2012 | 22:51
Kvótakerfið byggir á andvana fæddri hugmyndafræði
Kvótakerfið átti að skila okkur 500-550 þúsund tonna jafnstöðuafla þorsks - en er að skila 190 þúsund tonnum.
Við Kanada austanvert átti sama uppskrift að skila einni milljón tonna jafnstöðuafla eftir 1990...
en þar hrundi stofninn árið 1992 eftir 14 ára tilraunastarfsemi með 20% "aflareglu".....
Allt eru þetta staðreyndir um árangur af þessari tilraunastarfsemi með þeirri andvana fæddu hugmyndafræði sem fiskveiðistjórn hérlendis byggir nú á - stefnu um að svelta smáþorsk til hlýðni við tölfræðilega tilgátu.
Í Barentshafi hrintu Rússar okinu af sér árið 2000 og þá loksins fór hafið að svara í samræmi við líffræðileg grundvallaratriði - það virðist verða að veiða töluvert mikið til að viðkomandi stofn auki afrakstur...
Reynslan gefur þetta til kynna - þetta er ekki kenning.
Tilgátan sem þvinguð er upp á okkur í dag - það er kenning.... að öllum líkindum - andvana fædd kenning ef marka má reynslu...
Gagnstæð stefna - friðun við Kanada austanvert virðist hafa leitt af sér að þorskstofninn þar hrundi við þessa tilraunastarfsemi - vöxtur hrundi og stofninn féll.
Þyngsti fiskurinn á miðunum við Kanada árið 1993 - var 0,84 kg - 7 ára gamall undirmálsfiskur - elsti og þyngsti þorskurinn á því svæði.
Þorskstofnar við Kanada Austanvert eru staðbundnir sér stofnar a.m.k. 9 sjálfstæðir stofnar - það var sannað með skýrslu Harold Thompson fiskifræðings árið 1943 en hann hafði merkt þorsk á svæðinu í 10 ár 1930-1940 og gaf skýrslu sína um staðbundna þorskstofna þarna árið 1943.
Á Íslandi virðast einnig margir og staðbundnir undirstofnar í þorskstofninum - svo áleitin spurning er hvernig á beita "20% aflareglu" á marga undirstofna - af handahófi - út í loftið.
Faglegar forsendur fyrir ríkjandi fiskveiðistjórn virðast flestar fengnar með ágiskunum og tilgátum út í loftið.
Hvernig getur svona lagað endað - nema illa - þegar grunn forsendan sjálf virðist andvana fædd hugmyndafræði sem sveltir smáfisk og þorskstofninn virðist vera að úrkynjast smá saman - ef grannt er skoðað?
Grein eftir Kristinn Pétursson.
Kvótamálið í ríkisstjórn á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:10 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.