4.12.2012 | 23:46
Bara peningar og völd ?
Tuttugu fræðimenn settu sig í samband við yfirvöld í vor og buðust til að hefja rækilega rannsókn á áhrifum kvótakerfisins og áhrifum veiðanna á mannlíf og lífríki sjávar.
Þeir þættir sem fræðimennirnir tuttugu vildu og vilja rannsaka er sjálfbær nýting sjávarauðlindanna til langframa, eins og segir í bréfi þeirra til stjórnvalda, þekking á lífríki sjávar og rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja og samfélagslegar forsendur sjávarútvegsins.
Stjórn fiskveiða er samfélagslegt málefni, segir í bréfi fræðimannanna, hún snýr að manngerðu fyrirkomulagi um hvernig veiðar fara fram, hverjir fá að veiða og hvernig afrakstri er skipt á milli útgerðaraðila og samfélaganna sem veiðarnar stunda.
Veiðarnar og stjórnun þeirra er samofin íslenskri menningu og samfélagsgerð. Ljóst er að fyrirliggjandi þekking á þessum málefnum er af skornum skammti, sú þekking sem er til er lítið nýtt og yfirsýn skortir tilfinnanlega.
Slíkt sætir furðu, þar sem öll umræða um sjálfbæra þróun miðar að því að skoða nýtingu auðlinda í samhengi við þau samfélög sem auðlindina nýta.
Það er því löngu orðið tímabært að skoða íslenska fiskveiðistjórnun ofan í kjölinn í þessu tilliti og gera grein fyrir forsendum, virkni og áhrifum stjórnunarinnar, segja fræðimennirnir.
Þeir sem undir bréfið til stjórnvalda rita eru úr ýmsum greinum félags- og raunvísinda, út heimspeki, mannfræði, sagnfræði, landafræði og sum þeirra rannsaka sérstaklega sjávaauðlindina og veiðarnar við erlendar fræðistofnanir beggja vegna Atlantshafsins.
Níels Einarsson sem er forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri dvelur í vetur við slíkar rannsóknir í Tromsö í Noregi.
Deilur um stjórn fiskveiða og skiptingu afraksturs af þeim og veiðigjaldið hafa risið hátt á Íslandi að undanförnu.
Skýrari skilaboð frá Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.