21.2.2007 | 14:56
Aðferðir Fiskistofu í hávegum hafðar:
Mér er minnistæður aðdragandi gjaldþrots fiskvinnslufyrirtækisins Í Nausti ehf, á Bíldudal. Fyrirtækið hafði legið undir grun Fiskistofu um að versla með ólöglegan afla sem átti að hafa verið tekinn framhjá hafnarvog. Klögumál höfðu dunið í langan tíma frá ýmsum íbúum Tálknafjarðar og Bíldudals vegna mikillar velgengni fyrirtækjana í Nausti ehf, og útgerðar undirritaðs Tálkna ehf, sem gerði út dragnótabátinn Bjarma BA-326.
Þessi mikla velgengni í aflabrögðum og verkun á saltfiski sem gaf mikið í aðra hönd þá sérstaklaga fyrir þær sakir að þarna voru á ferð harðduglegir ungir verkendur og sjómenn sem lögðu við nótt og dag allan ársins hring. Endaði með því að Fiskistofa sendi fulltrúa sína þá Hilmar Baldursson hrl, og Ara Arason hagfræðing til Bíldudals og Tálknafjarðar. Þeir félagar höfðu meðferðis lista yfir alla lögskráða sjómenn á þeim bátum sem fyrirtækið í Nausti ehf, hafði keypt afla af síðustu árinn, var um 12 báta að ræða.
Fóru þeir Hilmar og Ari, hús úr húsi á Tálknafirði og Bíldudal og yfirheyrðu viðkomandi sjómenn inn á heimilum þeirra að eiginkonum og börnum viðstöddum í mörgum tilfellum. Það var sammerkt með þessum yfyrheyrslum að þeir félagar buðu viðkomandi sjómönnum vitnavernd og sakaruppgjöf ef þeir viðurkendu brot sín gegn því að þeir gæfu upp sakir á hendur eiganda Í Naust ehf, og allt sem þeir vissu um meint brot undirritaðs á Bjarma BA-326. Þeir höfðu sem sagt einungis áhuga á því skipi og eigendum fiskvinnslunar.
Þegar yfirheyrslum og skýrslutökum yfir sjómönnunum var lokið þá mættu viðkomandi fulltrúar inn á skrifstofu Í Nausti ehf, og lögðu fyrir þá gögn um brot þeirra og útgerðar Bjarma og buðu þeim að sleppa með ákæru og sektir gegn því að þeir skrifuðu upp á allan þann ólöglega afla sem átti að hafa verið tekinn inn í hús af Bjarma BA.
Það er skemmst frá því að segja að eigendur Í Nausti ehf, neituðu að hafa aðhafst nokkuð ólögmætt og endirinn varð sá eftir fleiri ára málarekstur og andlegar þjáningar að fyrirtækið missti allan sinn mátt og varð gjaldþrota. Þeir hefðu getað sloppið með hreint borð ef þeir hefðu aðeins komið mér einum í snöruna.
Tilvitnun í útgerðasögu Bíldudals:
Fyrirtækið Í Nausti hf. var stofnað haustið 1992 af fyrrverandi yfirmönnum hjá FB þeim Magnúsi Björnssyni, Viðari Friðrikssyni og Tómasi Árdal ásamt eiginkonum og útbjó saltfiskverkun í húsnæði sem áður var Matvælaiðjan hf. Þeir félagar keyptu fisk á mörkuðum og voru með nokkra smábáta í viðskiptum og eins og áður hefur komið fram landaði Geysir BA-140 hjá þeim fyrrihlutar vetrar 1993.
Má segja að þeir félagar hafi verið mjög duglegir við að byggja upp sinn rekstur og veittu talsvert mikla atvinnu og voru þeir að vinna um 1.000 til 1.500 tonn á ári með 10-15 starfsmenn. Eftir því sem ég best veit mun reksturinn hjá þeim hafa gengið vel og til að tryggja betur hráefnisöflun fóru þeir í samstarf við Þórsberg hf. á Tálknafirði og stofnuðu útgerðarfélagið Kópavík hf. sem gerði út línu- og netabátinn Lóm BA sem var 149 brl. áttu þeir félagar 50% í félaginu, nokkru síðar er Lómur seldur kvótalaus og í staðinn er keypt Sigurvon ÍS-500 237 brl. sem fékk nafnið Sigurvon Ýr BA-257 bátnum mun hafa fylgt nokkur kvóti og að auki var kvótinn af Lómi settur á skipið það var fljótlega sett í skipið beitningarvél og gerði Kópavík það út í nokkur ár en þá var það selt með öllum kvóta til KG-Fiskverkun á Rifi.
Tómas Árdal fór fljótlega út úr félaginu og flutti frá Bíldudal en þeir Magnús og Viðar héldu áfram. 1997 kaupa þeir stóra saltfiskverkun í Hafnarfirði og mun hafa verið ætlunin að samhliða þeim rekstri yrði verkunin á Bíldudal rekin áfram en fljótlega seldu þeir Þórði Jónssyni hf. þá verkun og í framhaldi af því fluttu Magnús og Viðar frá Bíldudal. Ráku þeir fiskverkunina í Hafnarfirði í nokkur ár en þeir höfðu orðið fyrir miklu áfalli nokkrum árum áður er Í Nausti hf. var kært til Fiskistofu af aðilum á Bíldudal fyrir að taka afla framhjá vigt og eftir nokkra ára rannsókn og málaferli fengu þeir mikla fjársekt sem varð fyrirtækinu ofviða og í framhaldi af því varð Í Nausti hf. gjaldþrota. Eitt dæmið enn um hvernig Bílddælingar hafa verið sjálfum sér verstir í atvinnumálum vegna öfundar.
Tryggva sagt að staða hans myndi breytast yrði hann samvinnuþýður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:27 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.