Leita í fréttum mbl.is

Þórólfur Tálknfirðingur

arnarstapi571_1198727.jpg

Þórólfur hét maður jónsson. Hann bjó að Litla-Bakka og Arnarstapa í Tálknafirði. Þórólfur var hagmæltur og þótti ákvæðaskáld. Hann komst í kvennamál svo mikið, að lífleysi lá við, enda var tekið mjög hart á slíkum sökum um þær mundir og farið beint eftir Stóradómi. Þá er málið hafði verið tekið fyrir, sá einn heimamanna Þórólfs hann reika einan úti eitt kvöld og heyrði, að hann kvað vísu þessa fyrir munni sér með miklum áhyggjusvip:

Þú sem hefur gæzkugeð

guð, til þinna vina

í kulinu norðan komdu með

Kristur , Hollendina.

Um kvöldið lagði á norðanbyr, og lagði hollenzk dugga inn á fjörðinn. Þessa nótt hvarf Þórólfur, og höfðu men fyrir satt, að hann hefði komist í dugguna, en aðrir ætluðu að henn hefði týnt sér. Löngu seinna kom Þórólfur aftur út með Hollendingum og dvaldi þrjú ár í Tálknafirði, áður en farið var að hrófla að nýju við máli hans. Þá heyrðu menn, að hann kvað enn.

Nýr norðangarður

neyði Hollenzke,

hlérinn svo harður

að haldist segl frá tré.

Varla fyrir voða

verði báran stór.

Eins og brimboðar

belji mestur sjór.

Ég bið rætist ósk mín há.

Allt mótlæti kvelji þá,

þar til sæti á friði fá

fyrir öldujór.

Þá kom þegar drif mikið, og lögðu Hollendingar inn. Þórólfur fór utan með þeim öðru sinni, og spurðist eigi til hans síðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband