Leita í fréttum mbl.is

Hver ber ábyrgð á því að ljúga í Joe Borg ?

Fiskveiðireglur Evrópusambandsins hvetja til brottkasts og eru siðferðilega rangar, segir Joe Borg í viðtali við viðskiptaritið Financial Times. Hann hyggst í næsta mánuði hefja baráttu gegn þessu og leggja fram tillögur um róttækar breytingar á kerfinu.

Borg kveðst búast við mikilli andstöðu gegn breytingunum en aðeins sé um tvennt að velja; hrun fiskistofnanna í Norðursjó eða breyttar reglur. Nú sé allt að 90% aflans í hverri veiðiferð á Skotlandsmiðum hent, smáfiski og ungfiski. Samtals sé hent um 880.000 tonnum á ári í Norðursjónum. Til samanburðar sé brottkast að meðaltali á heimsvísu um 8% og um 4% hjá Íslendingum og Norðmönnum. 

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir ekki koma á óvart að Borg boði þessar breytingar. Í Evrópusambandinu sé bannað að koma með undirmálsfisk að landi og fyrir skömmu hafi fulltrúi Joe Borg verið hér að kynna sér íslenskar reglur. Ráðherra neitar því ekki að viss viðurkenning á íslensku reglunum felist í boðskap sjávarútvegsstjórans:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

???.  Hvað er þessi kvótakóngskrói, sem aldrei hefur migið í saltan sjó að gera, sem fulltrúi ykkar í ríkistjórn?

Jón Steinar Ragnarsson, 23.2.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband