Leita í fréttum mbl.is

Eitt þúsund og fimm hundruð grindhvalir óðu á land

Árið 1813 óðu á land í Hraunsfirði, eða hlupu á land, nálægt 1500 marsvín (grindhvalir) og sóttu menn þangað úr Mýra-, Snæfellsness-, Dala-, Barðastrandar-, Stranda og Húnavatnssýslum. Mælt var sá hvalur væri meira seldur en gefinn af umboðsmanni konungs, Stefáni Scheving á Ingjaldshóli.

Þar um var þetta kveðið.

Má ei tala margt um þar,
mig því bernskan heftir,
hvort að sala og vigtin var
vilja drottins eftir.


mbl.is Hátterni hvalanna ráðgáta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ætli þeir Scheving og félagr hafi ekki farið eftir LÍÚ-aðferðinni?, árið 1813; selt og vegið í leigukvótastíl, jafnvel byggðakvótaleigustíl? En barið þá ella, sem ekki vildu ganga að skilmálum þeirr og hótað þeim öllu illu, svo sem eins og húðláti og Brimarhólmsvist?

Jóhannes Ragnarsson, 8.9.2013 kl. 20:37

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það sýnist mér Jói ....

Níels A. Ársælsson., 9.9.2013 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband