Marel keypti Póls til að eyða samkeppni
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar krefst þess að stjórnvöld bregðist við fækkun starfa í bænum. Hann segir ákvörðun Marels að hætta starfsemi á Ísafirði ógnun við atvinnulíf bæjarins og telur þá hafa verið að ryðja burt samkeppni þegar fyrirtækið keypti Póls fyrir þremur árum.
Eins og fram kom í fréttum okkar í gær samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðar þungorða yfirlýsingu í vikunni um atvinnumál í bænum í kjölfar ákvörðunar Marels að hætta starfsemi þar þann fyrsta september. Marel keypti ísfirska hátæknifyrirtækið Póls fyrir þremur árum og talaði þá um að styrkja starfsemina fremur en að draga úr henni. Nú, þremur árum síðar verður henni hætt. Halldór Halldórsson bæjarstjóri segir þetta skelfilega ákvörðun og ógnun við atvinnulíf staðarins. Hann telur að Marel hafi keypt Póls á sínum tíma til að ryðja burt samkeppni og aðeins látið líta svo út sem þeir hefðu áhuga á að reka áfram fyrirtækið á Ísafirði. Nú þurfi þeir ekki að óttast samkeppni frá Póls.
Halldór segir áríðandi að ríkisvaldið komi inn þegar ástandið er svona. Hann bendir á að á árunum 2002-2003 hafi störfum hins opinbera á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 1300. Á sama tíma hafi þeim fækkað á Ísafirði um 30. Hann ætlist ekki til að ríkið búi til opinber störf, nema þau séu nauðsynleg, hins vegar megi flytja þau til. Ath; frétt af visir.is, 03.03.2007.
Hvað sagði bæjarstjórn Ísafjarðar þegar Básafell hf, var keypt fyrir framan trýnið á þeim og 14 þúsund tonna kvóti fluttur í burtu ? Þá sagði engin neitt í meirihlutanum á Ísafirði. Sama var upp á teningnum þegar Guggan var seld til Samherja hf, og bæjarstjórinn á Ísafirði Kristján Þór Júlíusson hlaut að launum stjórnarformennsku í Samherja hf, enda mátti það nú ekki minna vera fyrir eitt stærsta þýfi Íslandsögunnar.
Og næsti bær við, Bolungarvík ! 100 ára gamalli arfleið EG stolið af Þorbirninum hf, í Grindavík með fulltingi Sverris Hermannssonar Landsbankastjóra. Hvað sagði bæjarstjórn Ísafjarðar við því ?
Nú er tími til kominn að Vestfirðingar hætti að láta ljúga að sér og rísi upp sem einn maður og gefi ríkisvaldinu ærlega á kjaftinn. Kristján Þór Júlíusson er verðandi ráðherra sjávarútvegsmála í næstu ríkistjórn ef Sjálfstæðisflokknum tekst að mynda stjórn. Þar með vitum við hver heldur á og stjórnar fiskveiðiauðlindinni út á 200 sjómílur allt í kringum landið. Vilja Vestfirðingar að sjávarútvegsráðuneyti Samherja hf, verði komið á fót ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:57 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Athugasemdir
Þetta líkar mér! Aldeilis orð í tíma töluð. Það er alveg ótrúlegt hve sveitarstjórnir á landsbyggðinni hafa verið últra-slappar gagnvart sægreifaauðvaldinu; látið þessa labbakúta leika sig sundur og saman án þess að lyfta svo mikið sem litla fingri. Stærsti vandi sveitarfélaga, síðustu tvo áratugina, er fiskveiðistjórnarkerfið, sem leikið hefur þessi byggðarlög mjög grátt svo jaðrar við dauða í ýmsum tilfellum.
Þá vil ég minna á, að í tíð Sverris Hermannssonar í Landsbankanum, sló Landbankinn Hraðfrystihús Ólafsvíkur af, að tilefnislausu. Hvað þeim sem að þeim gjörningi stóðu gekk til, vita fáir, en allt að einu var þar um fólskulegt níðingverk að ræða.
Jóhannes Ragnarsson, 3.3.2007 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.