4.3.2007 | 13:10
Þorskstofnarnir við Nýfundnaland og Labrador hrundu vegna offriðunnar og skefjalausra loðnuveiða !
Þorskstofnahrun vegna hlýnunar?
Ofveiði er ekki aðalástæðan fyrir hruni þorsksstofna heldur hlýnun sjávar. Þessu halda tveir bandarískir fræðimenn fram í nýjasta hefti tímaritsins Science. Fráleitt, segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur.
Greinarhöfundarnir Charles H. Greene og Andrew J. Pershing beina sjónum sínum einkum að Norðvestur-Atlantshafi. Þeir segja loftlagsbreytingarnar hafa orðið til þess að sjór varð ferskari og yfirborðslög hlýnuðu. Í kjölfarið varð til meira af þörungum og dýrasvifi. Þá segja Greene og Pershing að fiskistofnar, þorskur og uppsjávarfiskar á borð við síld, líði fyrir þessa breytingu, sérstaklega Nýfundnalands labrador þorsksstofninn. Mikið álitamál sé hvort sá stofn hafi hrunið vegna ofveiði eða hlýnunar.
Greinarhöfundar byggja ályktun sína m.a. á skrifum Hjálmars Vilhjálmssonar, fiskifræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun. Hjálmar furðar sig á niðurstöðu greinarhöfunda. Hann telur að fræðingarnir tveir hafi ekki kynnt sér sögu stofnsins nógu vel. Stofninn hafi haldið sér öldum saman þrátt fyrir loftlagsbreytingar sem oft voru miklar. Til að mynda hafi miklar breytingar orðið um 1920. Það var þó ekki fyrr en aflinn jókst skyndilega úr 300.000 tonnum í 800.000 sem stofninn hrundi. Hjálmar segir mjög erfitt að skýra hrunið með öðru en hreinni og klárri ofveiði. Hjálmar segir fráleitt hjá greinarhöfundunum að gera svo lítið úr áhrifum af ofveiði og reyna að skýra hrunið þorsksstofnsins með hnattrænni hlýnun. Ath; af vef ruv.is, dags 04.03.2007.
Að öllu samanlögðu og af raunhæfum ályktunum þá trúi ég engu sem þessir fræðimenn segja, hvorki Hjálmar Vilhjálmsson, Greene og Pershing. Þetta eru allt sömu ruggludallarnir sem vita ekkert í sinn haus og hafa aldrei vitað. Legg til að þetta lið verði tekið úr umferð og sett á bak við lás og slá og þeir skráðir undir heitinu "Fiskileysis Guðirnir" í bókum Fangelsismálastofnunnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:13 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 764251
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.