5.3.2007 | 09:27
FAO - hafi strax afskipti af Íslenskum stjórnvöldum !
Sjóræningjar undir Íslenskum fána aðhafast óáreittir innan Íslensku fiskveiðilögsögunar í skjóli Sjávarútvegsráðuneytisins og Fiskistofu. Þessar tvær ríkisstofnanir sem heyra undir ráðherra sjávarútvegsmála láta sem ekkert sé og heimila stórfeldar og ofbeldisfullar veiðar með flottrolli á loðnu, síld og kolmunna í slíkum mæli að stappar við brjálæði.
Meðafli Íslensku flottrollskipana er óheyrilegur, allt frá seiðum upp í stærstu bolfiska og allt þar á milli. Þúsundum, jafnvel tugþúsundum tonna er slátrað af seiðum og bolfiski hvert ár og brætt í mjöl og lýsi til útflutnings í skepnufóður.
Ekki hefur ráðuneyti sjávarútvegsmála séð ástæðu til þess að krefja útgerðir flottrollskipa um kvóta í bolfiski fyrir þessum gríðarlega meðafla heldur einungis látið sem ekkert væri sjálfsagðara og eðlilegra en að rándýr bolfiskur og seiði séu brædd í mjöl og lýsi eins og um skítfisk sé að ræða.
Það alvarlegasta við sjóræningja veiðar Íslendinga með flottroll innan Íslenskrar landhelgi er að allt lífríki sjávar við Ísland er í eintómri klessu. Næring alls lífríkis sjávar er að verða upp urið og heilu fiskistonnarnir eru hreinlega að hverfa, samanber ástandskýrslu Hafransóknarstofnunnar.
Smug uppsjávarfiska í gegnum flottroll drepur allt að tífallt það magn sem að landi kemur úr flotrollsskipunum, það er staðreynd enda hefur það verið marg sannað með vísindalegum ransóknum erlendis.
FAO hvetur til hertara eftirlits með veiði í úthöfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:33 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er hálf-furðulegt, að sjávarútvegsráðuneytið og Fiskistofa láti þennan djöfulskap óáreyttan. Hefur einhver hugmynd um hverju það sætir?
Jóhannes Ragnarsson, 5.3.2007 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.