Leita í fréttum mbl.is

Eftirlitið virkar hjá dönum !

Dönsk fiskvinnsla kærð fyrir stórfellt kvóta svindl

5.3.2007: af skip.is 

Eigendur fiskvinnslufyrirtækis í Grenaa í Danmörku hafa verið ákærðir fyrir stórfellt svindl og sölu á ólöglega veiddum afla. Er verðmæti hans áætlað um 132 milljónir ísl. króna.

Á heimasíðu dönsku sjómannasamtakanna kemur fram að umrætt fyrirtæki hafi með höndum vinnslu á uppsjávarfiski. Farið var í fyrirtækið í hefðbundnu eftirliti dönsku fiskistofunnar í september í fyrra og í framhaldinu kom í ljós að fyrirtækið hafði selt mun meira af afurðum en sem nam því fiskmagni sem keypt hafði verið inn til vinnslu.

Með því að kanna viðskipti fyrirtækisins við fyrirtæki í nágrannalöndunum hefur komið í ljós að 8950 tonn af fiski, sem ekki hafa verið dregin frá kvótum, hafa verið unnin og seld á vegum fyrirtækisins. Verðmætið er áætlað um 11 milljónir DKK eða jafnvirði um 132 milljóna ísl. króna miðað við núverandi gengi.

Í fréttatilkynningu frá fiskistofunni segir að umfang þessa svindlmáls sé óvenju mikið og magnið af ,,svörtum fiski” samsvari því að tveir stórir vöruflutningabílar hafi daglega í hálft ár, sjö daga í viku, ekið frá fyrirtækinu með ólöglegar afurðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband