6.3.2007 | 01:13
Hvað með fórnarlömb kvótakerfisins ?
Hvað með fórnarlömb kvótakerfisins ? Fólkið í sjávarbyggðunum sem hrakið hefur verið á vergang eignarlaust eftir ofbeldisfullar aðgerðir stjórnvalda. Í því máli er hægt að draga til ábyrgðar menn úr ríkisstjórn Íslands og láta dæma fyrir sín óhæfuverk.
Krefjast aukinnar þjónustu við fórnarlömb slæmrar ríkisstyrktrar stofnanavistunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:43 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Vilt þú að sjávarbyggðunum verði skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er flókið mál þetta kvótarugl. Enn meira rugl eru þessar breytingatillögur á stjórnarskránni. Það er of seint gagnvart fiskinum en máske tímabært áður en orkunni verður skákað úr höndum okkar.
Kvótakerfið var gott og réttlátt í upphafi og meikaði sens að veita aflarétt eftir veiðireynslu og setja kvóta til stjórnunnar veiðum og verndun stofna. Það sem hins vegar rústaði þessu kerfi var einn hæstaréttardómur, sem leyfði fyrirtækjum að skrá kvótann sem eign. Það er telja óveiddan fisk til tekna var lykilatriði þessa harms. (þessvegna líki ég þessu stundum við Enron, sem byggði eignir sínar á spám um óselda orku). Skatturinn hafði eðlilega bannað slíkt enda er það sem ekki er til ekki verðmæti, en hæstiréttur afnam það með arfavitlausum dómi og menn sváfu á verðinum. Þetta virkaði í fyrstu sem mikið búst fyrir fiskiðnaðinn, sem var skuldsettur. Allt í einu áttu menn fyrir skuldum samkvæmt bókhaldi og gátu aukið fjárfestingar með veðum í hinum óveidda fiski. Það var tímabundið blómaskeið og allir voru sáttir. Engin sagði múkk.
Svo kom þessi brilliant hugmynd...fyrst óveiddur fiskur gat verið reiknaður til eignar og settur sem veð fyrir lánum þá hlaut að vera hægt að selja hann Pétri og Páli. Það var svo gert og þeir sem sterkastir voru og með best tengsl inn í bankakerfið keyptu upp hina litlu og veiku eða þá sem sáu ofsjónum yfir þessu skjótfengna fé og sviku byggðir sínar með að selja kvótann burt og hætta útgerð. Svo fluttu menná mölina og fengu sér jeppa og hús og voru með tryggan lífeyri.Þarna eru margir samsekir. Ekki bara stærri félögin. Allir, sem létu þessa atburðarrás ganga óáreitta þar til ekki varð aftur snúið.
Þarna hefði átt að setja lagalegar skorður strax og banna flutning kvóta milli byggðarlaga og setja takmörk á kvótaeign tengdra félaga og stórfyrirtækja. Best hefði náttúrlega verið að láta reyna á dóminn fyrir alþjóðadómstóli eða afnema hann með lagaboði. En ég held að enginn hafi séð þróunina fyrir sér þá.
Nú horfir svo við að þeir sem eiga kvótann hafa borgað fyrir hann formúu og eiga hann því með réttu. Eina leiðin til að vinna hann til baka og setja hann heim er að ríkið þvingi menn til að selja sér hann með lögum og stjórni síðan sölu á honum með tilliti til byggða.
Þetta gæti aldrei gengið, því það er líklegt að slíkar þvinganir standist ekki alþjóðalög. Sennilega myndi verðið lækka verulega, en það er aukaatriði í hinu stóra samhengi.
Spurningin er því: Er nokkuð hægt að gera? Ég hef enga vitræna tillögu heyrt til að snúa þessu við út frá þessum einföldu staðreyndum. Hvað finnst þér?
Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2007 kl. 02:11
Allt frá því að lagaklásúla um framsal og leigu aflaheimilda var samþykkt á Alþingi inn í Lögin um stjórn fiskveiða hafa lögin að mínu viti verið ónýt sem lög því fyrsti kafli laganna er í ANDSTÖÐU við síðari breytingar einfaldlega samkvæmt skilningi almennrar mannlegrar skynsemi þess hins arna.
Lög geta nefnilega ekki samtímis kveðið á um það að forræði einstakra aðila myndi ekki eignarétt en síðar sé að finna í sömu lögum ákvæði um framsal heimilda millum aðila gegn gjaldi. Reyndar stendur ekki í lögunum gjald en sú varð framkvæmdin eigi að síður með tilheyrandi þjóðhagslegri rússneskri rúllettu.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 6.3.2007 kl. 02:35
Ríó sáttmálinn tekur af allan vafa um rétt sjávarbyggðana um nýtingaréttin á fiskveiðiauðlindinni. Frumbyggjar í Alaska náðu sínum rétti aftur til baka fyrir alþjóðadómstólnum. Íslendingar hafa undirgengist þennan sáttmála. Þeir fengu til baka réttindi sín sem af þeim höfðu verið tekinn og stjórna nú einir veiðum úr sínum fiskistofnum, veiðilendum og nýtingu olíuauðlinda sinna.
níels a. ársælsson (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 02:47
Hér finnst mér vera að myndast vitræn umræða. Enn er þó spurningin. Hvað getum við gert innan ramma raunsæisins? Leysa upp stórfyrirtæki með lagaboði, sem hafa anga sína um allt hagkerfið? Kaupa kvótann til baka með 30 ára áætlun um uppkaup til ríkisins, sem síðan dreifði aflanum eins réttlátt á byggðirnar og magnið leyfir hverju sinni?
Eigum við að leiðrétta hæstaréttardóminn með lagaboði eða áfría honum? Eigum við að breyta lögunum fyrst eða leiðrétta misræmi þeirra? Er það mögulegt án þess að skapa efnahagslegan dómínó effekt?
Er 10-20 eða 30 ára áætlun um endurheimt auðlindarinnar raunsæ hugmynd?
Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2007 kl. 03:30
Það er nóg til af fólki sem fettir fingur út í núverandi kerfi en hefur enga lausn né betri leiðir. Ég sé ekki að það séu einhver fórnarlömb í þessu máli. Kvótinn var settur á vegna ofveiði, skip voru drekkhlaðin af þorski og meðferðin á aflanum var léleg. Einhvernvegin þurfti að koma skikk á veiðarnar og var þetta eina leiðin sem þótti fær á sínum tíma. Þegar menn geta ekki veitt af hjartans lyst verða þeir að fara hina leiðina og gera sem best úr því sem fæst úr sjónum, eina leiðin í þeim efnum er að auka gæðin og söluverðmæti ásamt hagræðingu í rekstri. Það næst engin hagræðing nema með einhverskonar samþjöppun á kvóta, aukinni sjálfvirkni og stærri skipum. Fiskurinn frá íslandi er í harðri samkeppni við fisk frá öðrum löndum, það er ekki að ástæðulausu að sjávarútvegur var á hausnum fram til 1983 áður en kvótakerfið var sett á. Loksins þegar sjávarútvegurinn réttir úr kútnum á tíunda áratugnum og fyrirtæki byrja að skila hagnaði þá verða menn fúlir og fyllast öfund út í þá sem gengur vel. Í dag hafa þeir sem búa yfir kvótanum borgað fyrir hann dýrum dómum. Ég held það sé öllum íslendingum frjálst í dag að taka lán í banka og kaupa kvóta og skip, sömuleiðis geta þeir hinir sömu fjárfest í ýmsum sjávarútvegsfyrirtækjum. Ekki skal gleyma því að sjávarútvegsfyrirtæki borga auðlindagjald. Afhverju borgar landsvirkjun ekki auðlindagjald eða önnur fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins, það væri nær að beina spjótum sínum þangað? Það ódýrt að freta svona fullyrðingum út í loftið án þess að færa fyrir þeim einhver rök.
Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 03:35
En.... engin svör um úrræði....
Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2007 kl. 17:06
Ég mæli með því að þið lesið stefnuskrá Frálslynda Flokksins um sjávarútvegsmál,xf.is.
Georg Eiður Arnarson, 6.3.2007 kl. 21:00
Nú ?
Níels A. Ársælsson., 6.3.2007 kl. 21:35
Er hægt að vitna í úrræði í stefnuskrá frjálslyndra hér fyrir fáfróðan mann, sem ekki nennir að lesa í gegnum allan fagurgalann, sem byggist á "Ef við mættum ráða..." Þeir ráða ekki og munu ekki ráða eins og staðan er, en það liggur á að benda á úrlausnir áður en þessi blaðra springur í trýnið á okkur. Það eru öll teikn á lofti um það.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2007 kl. 01:26
http://nilli.blog.is/blog/nilli/entry/124555/
Níels A. Ársælsson., 7.3.2007 kl. 02:05
Æji, til andskotans með kvótakerfið! Þið hafið mátt þola svo margt þarna fyrir vestan. En líður fólki fyrir vesta eins illa og fólki sem frelsað var í Auschwitz árið 1945? Eða á ég að spyrja þá í sjávarútvegsmálaráðuneytinu um það. Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir þessu myndavali þínu Níels?? Ég myndi bara setja mynd af þeim sem bera ábyrgð á kvótakerfinu. Þeim hlýtur að líða illa.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.3.2007 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.