Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin og Frjálslyndir í frjálsu falli.

Fréttablaðið, 11. mar. 2007 00:45
Fylgi Samfylkingar dalar í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og segjast nú 19,2 prósent myndu kjósa flokkinn og fengi hann því tólf þingmenn.

Fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eykst frá síðustu könnun um tvö prósentustig. 38,9 prósent segjast nú myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og fengi flokkurinn 25 þingmenn. 25,7 prósent segjast myndu kjósa Vinstri græn og fengi flokkurinn samkvæmt því sautján þingmenn. Aðeins fleiri segjast nú myndu kjósa Framsóknarflokkinn, 9,3 prósent og fengi flokkurinn samkvæmt því sex þingmenn.

Fylgi Frjálslynda flokksins dalar hins vegar aðeins. Nú segjast 5,7 prósent myndu kjósa flokkinn og fengi flokkurinn því þrjá þingmenn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Nú ríður á að stjórnarandstöðuflokkarnir herði róðurinn til að ná sem mestu fylgi til sín af Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki, en láti vera að brjast við að reyta fylgið hverjir af öðrum.

Þegar býður þjóðarsómi ...

Jóhannes Ragnarsson, 11.3.2007 kl. 08:19

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála.

Georg Eiður Arnarson, 11.3.2007 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband