13.3.2007 | 03:25
Geðveikin skynseminni yfirsterkari !
Brot úr ræðu Geirs Haarde á landsfundi LÍÚ 2006.
Núverandi kvótakerfi hefur sannað gildi sitt. Það hefur leitt til bæði ábyrgrar og hagkvæmrar nýtingar auðlindarinnar. Með upptöku auðlindagjaldsins á sínum tíma var einnig séð til þess að útgerðarmenn greiddu rentu til þjóðarinnar fyrir afnot af auðlindinni. Brýnasta verkefnið er að treysta þá sátt sem er um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Eyða þarf enn frekar óvissu um réttarstöðu útgerðarmanna, þannig að ljóst liggi fyrir að réttindi þau sem þeir nú kaupa á markaði muni ekki á einni nóttu verða af þeim tekin.
Með þeim hætti skapast traustari rekstrarforsendur, útgerðirnar geta skipulagt rekstur sinn til lengri tíma. Jafnframt stuðlar slíkt að enn ábyrgari umgengni um auðlindina. Þótt stjórnvöld hafi hlutverki að gegna við stýringu þá er ábyrgð þeirra sem í greininni starfa ekki síður ljós. Nú þegar fiskveiðistjórnunarkerfið er komið í fastar skorður og stjórnvöld stýra veiðunum ekki lengur með handafli vex ábyrgð útgerðarmanna að hugsa til langs tíma þeim sjálfum og öllum landsmönnum til hagsbóta.
Athugasemdir við orð Geirs Haarde.
Það er bráð nauðsynlegt að upplýsa forsætisráðherra um þá gríðarlegu hagræðingu sem fellst í núverandi aflamarkskerfi við stjórn fiskveiða.
a. Brottkast á verðlitlum fiski í stórum stíl, co 20-30% af öllum veiddum fiski.
b. Svindl á uppgefnum tegundum til hafnarvogar, þorskur skráður sem ýsa.
c. Löndun framhjá hafnarvog, að meðaltali 25% á landsvísu.
d. Svindl og upplognar tölur varðandi hlutfall ís í afla, ca. 10-15% að jafnaði.
e. Hlutfall undirmálsfisks upplogið í 95% tilvika, 50% undan kvóta.
f. Nýting fiskvinnslu á afla upplogið með sprautun í fiskhold með vatni, salti og fósfallt, ca. 15% að jafnaði.
g. Yfirvikt Eouro brettum á afurðum til útflutnings + 20%.
h. Gámafiskur fluttur út óveginn sem mix og bland og engin veit rétta tölu á vikt og tegundum.
í. Frystitogarar og uppsjávarveiðiskip sturta í hafið að jafnaði 70% af öllum afla.
j. Verðmesti fiskurinn hjá kvótalausum skipum fer í Hafró sjóð en skemmdur fiskur í hafið.
k. LÍÚ hefur samráð um verð á aflaheimildum og virkjar leiguliðana til afborgana af lánum yfirskuldsettra og löngu gjaldþrota fyrirtækja í sjávarútvegi.
l. Allar skýrslur Hafró um stofnstærðarmat og ástand fiskistofnana við Ísland eru markleysa og eintómt bull og þvæla í ljósi fyrgreindra athugasemda.
m. Stærsti hluti sjávarþorpa á Íslandi rjúkandi rústir og íbúarnir eignarlausir, gjaldþrota og andlegir sjúklingar.
LOKAORÐ: Ef einhver vill rökræða framangreind atriði eða gera við þau athugasemdir þá vinsamlega sá hinn sami gefi sig fram.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ágæt grein hjá þér Níels. Ég fylgist með, en ekki ætla ég andmæla þér.
Kveðja,
Haukur Nikulásson, 13.3.2007 kl. 11:41
Það er ekki hægt að gera neina athugasemd við þessa grein Níels, hún lýsir ástandinu nokkuð vel og allir úr "bransanum" ættu að kannast við eitthvað þarna.......
Kv.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.3.2007 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.