13.3.2007 | 11:28
Einar Guðfinnsson hf, í Bolungarvík.
Kvótanum stolið með aðstoð Landsbankans:
Aflahemiildir EG voru um 3.419 tonn eða ca 6,5 milljarðar á núverandi
verðlagi.
Sagt er að Landsbankinn - ríkisbanki (fyrir einkavæðingu) - hafi látið
selja Þorbirni Fiskanesi hf, kvótann á 45% gangverðs. Sé þetta rétt - var þá EG
aldrei gjaldþrota? Þess má geta að búi EG hefur ekki verið slitið.
Stjórnvöld höfðu m.ö.o alla þræði í hendi sér á þessum tíma- til að aðstoða
byggðarinnar vestra á þessum tíma. Ekkert var gert, var það þrýstingur frá
LÍÚ.......
Hér er frétt úr Mbl um þetta mál á þessum tíma:
ÞRÖSTUR Ólafsson, annar formaður Tvíhöfðanefndarinnar, sagði á síðasta
kynningarfundi nefndarinnar, sem haldinn var á Hótel Sögu í Reykjavík í
gærkvöldi, að niðurstaðan hjá Einari Guðfinnssyni hf. á Bolungarvík hefði
getað orðið önnur ef komið hefði verið á kerfi veiðiheimilda handa
vinnslustöðvum í landi eins og nefndin leggur til í skýrslu sinni.
Þröstur sagði að með tilkomu kvótakerfisins hefðu skip hækkað í verði en hús
lækkað. Þess vegna legði Tvíhöfðanefndin til að teknar verði upp
veiðiheimildir á fiskvinnsluhús til þess að jafna þann mun.
Þröstur sagðist telja að niðurstaðan hjá Einari Guðfinnssyni hf. á
Bolungarvík hefði getað orðið önnur ef þetta kerfi hefði verið komið á. Menn
hefðu þá skipt kvótanum og sett hluta hans á húsin en hluta á skipin. Nú
væri svo komið að hátt verð væri á skipunum en húsin í landi næstum
verðlaus.
Verðlækkun kvóta
Vilhjálmur Egilsson, formaður Tvíhöfðanefndarinnar af hálfu
Sjálfstæðisflokks, sagðist giska á, að þegar því fyrirkomulagi sem
Tvíhöfðanefndin stingur upp á, að bókfæra kvóta sem eign sem ekki fyrnist,
yrði komið á, gæti varanlegur kvóti lækkað í verði um 25%. Vilhjálmur sagði
að með hliðsjón af þessu hefði Tvíhöfðanefndin lagt til að gildistöku
þessara tillagna yrði frestað til ársins 1996 til að menn hefðu
aðlögunartíma að þeirri röskun sem slík verðlækkun ylli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 763845
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.