15.3.2007 | 13:29
Á að borga þjófum bætur ?
Friðrik Jón Arngrímsson krafðist þess í sjónvarpsfréttatíma fyrir skömmu að kvótinn yrði ekki af útvegsmönnum tekinn bótalaust. Á að borga þjófi bætur ef hann næst með þýfi ? Er ríkistjórnin tilbúin að setja ákvæði um slíkt í lög ?
Innlent | mbl.is | 7.2.2006 | 15:48: Frétt af mbl.is.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur.
Veiðiheimildir ekki varðar af eignarréttarákvæði stjórnarskrár:
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu smábátaútgerðarmanns, sem taldi að breytingar á lögum, sem gerðar voru á lögum um stjórn fiskveiða árið 2004 og lutu að því að sóknaraflamarkskerfi smábáta var aflagt og krókaaflamarkskerfi tekið upp í staðinn, hefðu valdið honum tjóni og brotið gegn eignarréttarákvæði og jafnréttisreglu stjórnarskrár.
Útgerðarmaðurinn vildi að bótaréttur hans yrði viðurkenndur. Héraðsdómur vísar hins vegar til þess, að í lögum um stjórn fiskveiða, sem sett voru upphafleg árið 1990, segi að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Af þessu leiði að veiðiheimildir samkvæmt lögunum séu ekki varðar af ákvæðum 72. gr. stjórnarskrárinnar.
Útgerðarmaðurinn taldi einnig að reikniregla, sem lögfest var með lagabreytingunni árið 2004, hefði brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, að lagaákvæðin væru hvorki ómálefnaleg né andstæð jafnræðisreglunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Vilt þú að sjávarbyggðunum verði skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 5
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 764271
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Merkilegt lagaákvæði þarna frá 1990. Hefurðu hugleitt hvað það þýðir? Það þýðir að útgerðarmenn eiga ekki kvótann, þótt þeir hafi keypt hann. Ríkið á því allan rétt á að kippa honum til baka og færa sameigninni hann í hendur á ný. Þetta er vert skoðunar fyrir lögfróða menn. Kannski eigum við fiskinn eftir allt saman?
Jón Steinar Ragnarsson, 15.3.2007 kl. 14:39
Ég tel það samt vænlegt til sátta að kvótinn verði innleystur á áætlun, sem næði yfir 15-20 ár og borgað meðaltalsverð heimsmarkaðs frá árinu áður. Það ætti að verða þolanlegra. Kvótinn yrði síðan sendur aftur í heimabyggð sína og þá myndu útgerðarmennirnir elta. Svo er það spurning, samkvæmt þessu...Hvernig geta menn leigt það sem þeir eiga ekki og hirt afraksturinn? Og auðvitað...hvernig geta þeir selt hann og keyp sín á milli ef þeir eiga hann ekki?
Það væri eins og ég tæki jarðýtu frá vegagerðinni t.d. traustataki og leigði hana út eða jafnvel seldi hana....
Jón Steinar Ragnarsson, 15.3.2007 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.