Annó; 2006
Háskóli Íslands og Landssamband íslenskra útvegsmanna hafa skrifað undir samning um kostun starfs sérfræðings til rannsókna í auðlindarétti við Lagastofnun Háskóla Íslands. Markmið samningsins er að efla rannsóknir á sviði auðlindaréttar við Lagastofnun. Í því skyni verður ráðinn starfsmaður í fullt starf sérfræðings til þriggja ára, sem mun hafa það að aðalstarfi að stunda rannsóknir í auðlindarétti, á vettvangi fiskveiðiréttinda og fiskveiðistjórnunar.
Páll Hreinsson forseti lagadeildar segir samninginn í samræmi við þá stefnu deildarinnar að leggja aukna áherslu á rannsóknir og kennslu í auðlindarétti, en sú fræðigrein fjallar um þá hagsmuni þjóðarinnar sem hvað mestu máli skipta. Lagadeild Háskóla Íslands hefur í raun sinnt hluta af þessari fræðigrein hingað til en nú þykir tími til kominn að auka rannsóknir verulega. Er undirritun samningsins liður í sérstöku átaki á sviði auðlindaréttar innan lagadeildar en í marsmánuði sl. var undirritaður sams konar samningur við Samorku, um kostun rannsóknarstöðu í auðlindarétti á sviði orkurannsókna. Framlag LÍÚ, gerir kleift að hefja mjög víðtækar rannsóknir á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu og taka þá sérstaklega til skoðunar fullveldisrétt Íslands í fiskimálum, lagagrundvöll fiskveiðistjórnunarkerfisins, eignaumráð fiskiauðlinda á landi, í sjó og í vötnum og inntak þeirra, reglur um fiskveiðistjórnun, veiðigjald og margt fleira.
Í því sambandi verður skoðað hver er réttarstaða þátttakenda í fiskveiðistjórnunarkerfum svo sem réttarstaða þeirra sem greitt hafa fyrir heimildir til veiða og/eða vinnslu í ljósi eignarréttar og staða annarra til þess að taka þátt í veiðum og vinnslu t.d. á grunvelli reglna um atvinnufrelsi. Einnig verða rannsakaðar alþjóðlegar reglur um fiskveiðimál, reglur Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins um fiskveiðar og réttarstaða Íslands á sviði fiskimála svo sem við Jan Mayen, Svalbarða og alþjóðlegum hafsvæðum við Ísland. Stefnt er að því að birta skriflegar niðurstöður rannsóknanna í ritröð Lagastofnunar sem byrjað var að gefa út á síðasta ári. Rannsóknaniðurstöður munu án nokkurs vafa einnig nýtast við kennslu í auðlindarétti og efla hana mjög. Nauðsynlegar rannsóknir sem leiða til aukins skilnings á fiskveiðistjórnunarkerfinu Fulltrúar LÍÚ telja að rannsóknir á fiskveiðistjórnunarkerfinu geti án vafa orðið til þess að skýra réttarstöðu þeirra sem byggja afkomu sína á fiskveiðum og hvernig aðkoma nýrra aðila sé að greininni auk þess sem rannsóknir séu nauðsynlegar til að kynna kerfið betur erlendis og þann árangur sem hlotist hefur af þessu fyrirkomulagi.
Mikilvægt er að réttarreglur sem varða íslenskan sjávarútveg verði rannsakaðar frá sem flestum hliðum og þá ekki síst með tilliti til eignarréttar, atvinnufrelsis, samkeppni, umhverfismála og skattamála auk þess sem staða fiskveiðiréttinda í alþjóðlegu samhengi verður rannsökuð. Með vönduðum rannsóknum og kynningu þeirra mun Ísland geta skapað sér frekari tækifæri til að festa sig í sessi á alþjóðlegum vettvangi sem leiðandi þjóð á sviði fiskveiða og fiskveiðistjórnunar. . |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 764341
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.