Leita í fréttum mbl.is

Glæstir vegir Vestfjarða !

 
djupvegur1Eins og sjá má er Vatnsfjarðarvegur 633 um Reykjanes hefur löngum þótt landsmönnum til lítillar prýði. Um þennan veg fara þó stærstur hluti þeirra vara sem Vestfirðingar nota. Vörubílar, sem telja tugi tonna hver, mylja undan sér troðna slóða sem fyllast af holum, en þeir fara fjöldamargir um þessa vegi á degi hverjum, og þó áhrif fólksbílaumferðar sé umtalsvert minni þá hefur hún einnig sitt að segja.
Slóðarnir eru vart nema um 5 metrar á breidd og þó er ætlast til að tveir vörubílar sem eru 2,5 metrar á breidd og með hliðarspegla upp á 30 cm, geti mæst á þessum stígum. Það er kannski kraftaverki líkast að vegurinn um Ísafjarðardjúp sé ekki ein einasta eilíf umferðarteppa ofan á allt annað, og líklega má þar þakka vöskum og útsjónarsömum bílstjórunum.um Reykjanes vart neitt nema holurnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Þetta er hneyksli. Fór um vestfirðina sumarið 2005 í fyrsta skipti en ég er borinn og barnfæddur Rvík.ingur og þekki ekki hræðu í þessum landshluta. Þessi landshluti er perla Íslands.  Styð ykkur vestfirðinga heilshugar í bættum samgöngum og atvinnumálum.

Birgir Guðjónsson, 20.3.2007 kl. 20:00

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Flott stjarna í myndinni.

Auðvitað þarf Benz til að holurnar tapist í fjöðrunarbúnaðinum.

Kveðjur

Miðbæjaríhaldið fyrrum Vestfjarðaíhald

Bjarni Kjartansson, 21.3.2007 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband