Leita í fréttum mbl.is

Ísafjarðarbær líkastur einræðisríki undir forystu bæjarstjóra !

Erlingur Tryggvason, íbúi við Aðalstræti 24 á Ísafirði, segir að sér virðist sem í Ísafjarðarbæ ríki einræðisstjórn undir forystu bæjarstjóra sem hafi það að markmiði að koma rótgrónum fyrirtækjum og einstaklingum í burtu úr sveitarfélaginu, sem ekki þykja æskilegir þegnar þess fyrir þær sakir að hafa látið í ljós skoðanir sínar við „einræðisherrann“.

Segir hann einnig að sér virðist sem bæjarfulltrúar þori ekki að tjá sig opinberlega um málefni kaffihússins Langa Manga á Ísafirði, en Erlingur hefur um nokkra hríð tekist á um rekstrarfyrirkomulag þess staðar við bæjaryfirvöld, og þá sérílagi hvað varðar opnunartíma, vínveitingarleyfi og annað ónæði sem Erlingur segir að hann og aðrir íbúar við Aðalstræti 24 megi þola af staðnum.
sjá link á bb.is; http://bb.is/Pages/26?NewsID=98126

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Vandamál ykkar er sennilega það sama og okkar í eyjum. það er sami stóri flokkurinn í ríkisstjórn og bæjarstjórn.

Georg Eiður Arnarson, 20.3.2007 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband