20.3.2007 | 19:42
Aðferðafræði kvótakóngana !
Já og ég meina það, ef þið haldið ekki kjafti og verið góð, þá sel ég kvótann minn og fer í burtu með peningana mína (Guð gaf mér peningana mína). Mugabe hótar öllu illu. Þetta er hinn Íslenzki veruleiki fólksins í sjávarþorpunum. Mugabe hefur enn ekki staðið við hótanir sínar en kvótakóngarnir hafa marg sinnis gert það á umliðnum árum og hóta enn.
Vesturveldin ætla að halda áfram að beita Mugabe þrýstingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Vilt þú að sjávarbyggðunum verði skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 764347
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hafa nokkrir selt í eyjum,einn keipti sér sumarbústað ,annar hótel,þriðji verslun ,fjórði flugfélag og svo framvegis, það er aldrei talað um mannskapinn sem misti vinnuna og þurti að fara héðan vegna atvinnuleisis.
Georg Eiður Arnarson, 20.3.2007 kl. 20:16
Og svo er það bílasalinn Maggi sem aldrei hefur þurft að setja fisk á hafnarvog. Frítt spil á hendi.
Níels A. Ársælsson., 20.3.2007 kl. 20:26
Sæll, þú ættir líklega að kynna þér Mugabe aðeins betur áður en þú berð nokkurn Íslending saman við hann. Maðurinn er snargeðveikur og ekki nóg með að hann prívat og persónulega beri ábyrgð á 1500% verðbólgu heldur einnig á fjölmörgum lífum. Það má eflaust margt slæmt segja um kvótakóngana en að bera þá saman við menn eins og Mugabe og Hitler er líklega svolítið langt gengið.
Mugabe stendur yfirleitt alltaf við hótanir sínar - t.d. með því að myrða hvíta bændur sem voga sér að eiga land í Zimbabwe.
Bragi Þór (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 20:28
það er ótrúlega mikið orðið um útgerðarmenn sem fara aldrei á sjó enn halda altaf kvótanum.
Georg Eiður Arnarson, 20.3.2007 kl. 20:31
Kerfið ætlaðist aldrei til þess að þeir sem fengju kvótann þyrftu að stunda fiskveiðar. Það er svo óhagkvæmt.
Níels A. Ársælsson., 20.3.2007 kl. 20:37
Takið eftir því að þeir sem gagnrýna kvótakerfið geta aðeins bent á hve slæmt það er, en hafa aldrei getað bent á "nýtt og betra" kerfi.
Það hafa nokkrir stjórnmálaflokkar á vinstri vængnum reynt við þetta, en aldrei getað komist að niðurstöðu.
Niðurstaða mín er sú að uppbygging á okkar kvótakerfi er eins sú skynsamlegasta sem gerist í veröldinni. Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að mörgum mun svelgjast á við að lesa þetta, en niðurstaðan er sú sama: Fólk virðist aðeins geta gagnrýnt, en ekki bent á betra kerfi.
Nýsjálenzka kvótakerfið er reyndar líklega enn betur útfært en okkar, en þar er kvótanum úthlutað á fyrirtæki en ekki skip. Það verður til þess að verðmyndun á skipum verður eðlilegri (bara verkfæri).
Sóknarstýringin er að sjálfsögðu fullreynd; leiðir aðeins til offjárfestingar í greininni, sbr. ákveðnar veiðar í USA þar sem aðeins má veiða einn dag á ári eða svo, offjárfestingin er svo mikil...
Hannes K (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 02:53
Hannes K hýtur að eiga kvóta - erfir góssið eða þannig
nonni (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 05:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.