Leita í fréttum mbl.is

Færeyingar innkalla fiskveiðileyfin.

 Af skip.is; 21.3.2007.

Jörgen Niclasen, formaður þingflokks Fólkaflokksins á færeyska lögþinginu, segir engan vafa leika á því að yfirlýsingar Björn Kalsö sjávarútvegsráðherra um fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnuninni valdi mestu um þá ákvörðun útgerðarfélags Atlantic Navigator að hætta útgerð togarans.

 

Það er hafið yfir alla gagnrýni að ráðherrann hefur sagt að innkalla eigi fiskveiðileyfin og skerða hlut erlendra fyrirtækja í færeyskri útgerð. Þetta hefur hann sagt án þess að hafa rætt við sitt pólitíska bakland og hagsmunaaðila í sjávarútvegi, segir Niclasen í samtali við vefsíðu Norðlýsið í Klaksvík. Hann segir það lágmarkskröfu að ráðherrann ráðfæri sig við pólitíska samherja. Það hafi ekki verið gert og því hafi ráðherrann kippt stoðunum undan atvinnugreininni með ummælum sínum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband