Leita í fréttum mbl.is

Hvalveiðar eiga mikla framtíð fyrir sér.

Langreyðarstofninn á ekki heima á válista CITES

 

025Ársfundi Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO) lauk í Tromsö í Noregi í gær. Til umfjöllunar var fjöldi mála sem tengdist nýtingu og verndun hvala- og selastofna og meðal þess sem fram kom var að vísindanefnd ráðsins telur að stofn langreyðar á hafsvæðinu í nágrenni Íslands eigi ekki heima á válista CITES yfir stofna sem sagðir eru vera í útrýmingarhættu.

Vísindanefndin tók saman yfirlit um stöðu langreyðarstofnsins á svokölluðu miðsvæði Norður-Atlantshafs að beiðni Íslendinga. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að engar líffræðilegar forsendur séu fyrir því að stofninn sé á svokölluðum Appendix I lista CITES en það er sú stofnun sem hefur umsjón með því að ekki fari fram viðskipti með plöntur og dýr sem taldar eru vera í útrýmingarhættu.

Á ársfundinum var samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir miklum áhyggjum vegna þeirra herferða sem í gangi eru í sumum ríkjum Evrópu og beinast gegn innflutningi á selskinnum og öðrum selaafurðum. Ekkert mið væri tekið af fyrirliggjandi upplýsingum frá NAMMCO og selveiðiþjóðunum um hina miklu stærð flestra selastofna, þá staðreynd að stofnarnir væru nýttir með sjálfbærum hætti og að alþjóðleg samvinna væri um veiðiaðferðirnar á milli veiðimanna og sérfræðinga á sviði dýralækninga. Rannsóknir bendi til að inntaka sela- og hvalalýsis sé jafnvel enn heilsusamlegri en neysla á venjulegu fisklýsi.

Af öðrum málum, sem bar á góma, eru áform um auknar rannsóknir á sela- og hvalastofnum en vísindanefnd NAMMCO telur t.a.m. óhætt að veiddir séu 10 hnúfubakar við Vestur-Grænland á ári án þess að stofninum stafi hætta af. Hins vegar hafa vísindamenn miklar áhyggjur af veiðum Grænlendinga á náhvölum og mjöldrum en þær veiðar séu ekki stundaðar undir merkjum sjálfbærrar nýtingar í dag.

Ath; af skip.is


mbl.is Einar K. Guðfinnsson: Ekki óeðlilegt í ljósi umræðu og óvissu um framhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband