21.3.2007 | 19:41
Samherja lykt af málinu !
Verðstríð er nú í gangi á meðal fiskkaupenda í Vestur-Finnmörku í Norður-Noregi. Fyrirtækið Fjordlaks greiðir rétt tæpar 300 ísl. kr/kg fyrir þorsk, sem er úttroðinn af loðnu, án tillits til stærðar og það er löndunarbið hjá fiskvinnslufyrirtæki félagsins á meðan smærri vinnslur á svæðinu fá lítið sem ekkert hráefni til vinnslu.
Þannig lýsir Finnmarksavisen ástandinu og hefur það eftir eigenda fiskvinnslufyrirtækisins Lean Fish að á meðan eigandi Fjordlaks greiði 90 til 100 ísl. kr/kg yfir lágmarksverð fyrir þorskinn þá styttist í að fleiri fiskvinnslur á svæðinu verði að hætta störfum. Hann segir ómögulegt að keppa við hið fjársterka fyrirtæki um hráefnið. Lean Fish er þó sæmilega stórt fyrirtæki og blaðið segir það vera heimsins stærsta útflytjanda á þurrverkuðum saltfiski (klipfisk).
Annar fiskvinnslumaður telur að með þessum yfirborgunum fyrir tiltölulega slakt hráefni sé Fjordlaks einfaldlega að sýna sig, hnykla vöðvana og freista þess að tryggja sér sem flesta báta í viðskipti. Þriðji viðmælandinn segist borga jafnvirði 270 ísl. kr/kg fyrir þorskinn en vegna þess hve loðnugengd á svæðinu hafi aukist þá henti þorskurinn miður til saltfiskvinnslu. Afurðaverðið taki mið af gæðum hráefnisins og minna fáist fyrir saltfisk ef los sé í holdinu líkt og gjarnan gerist með fisk sem liggur í loðnuáti.
Af; skip.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:51 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 764255
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.