Leita í fréttum mbl.is

Af hverju er þorsk kvótinn 500% dýrari á Íslandi en í Noregi ?

Fjórir framkvæmdastjórar Livedoor fundnir sekir

Fjórir fyrrum framkvæmdastjórar hjá japanska netfyrirtækinu Livedoor voru í dag dæmdir sekir fyrir að blása út hagnað félagsins. Nýverið var forstjóri og stofnandi Livedoor, Takafumi Horie, dæmdur í 2,5 árs fangelsi fyrir að hafa brotið hlutafélagalög. Hann neitaði sök og hefur áfrýjað dómnum.

Í dag var Ryoji Miyauchi, fyrrum fjármálastjóri Livedoor, dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir bókhaldsbrot. Hann játaði sök. Þrír aðrir framkvæmdastjórar Livedoor voru einnig dæmdir sekir en þeir fengu allir skilorðsbundinn dóm.

Í janúar á síðasta ári réðst lögregla inn á skrifstofur Livedoor vegna gruns um að fyrirtækið hefði átt í ólöglegum viðskiptum með verðbréf og að bókhald félagsins hefði verið falsað. Þurfti að loka Kauphöllinni í Tókýó fyrr þann dag þar sem mikið söluæði greip um sig á markaðnum.

Daginn eftir bárust fregnir um að yfirmaður hjá japönsku verðbréfafyrirtæki, sem tengdist yfirtökusamningum hjá Livedoor, hefði framið sjálfsmorð vegna aðildar að svindli tengdu Livedoor.

Af; mbl.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband