Leita í fréttum mbl.is

Metveiði á vertíðarsvæðunum í Noregi.

Það er landburður af fiski á helstu vertíðarsvæðunum í Noregi um þessar mundir og aflinn er meiri en menn hafa átt að venjast á undanförnum árum. Nú þegar besti veiðitíminn fer í hönd á vertíðarsvæðinu í Lófót vantar aðeins 2600 tonn upp á að heildaraflanum á vertíðinni í fyrra sé náð.

Það virðist sama hvar borið er niðri á norsku vertíðarsvæðunum. Alls staðar er mokafli. NRK greinir frá því að í Senja séu nú komin 9000 tonn af þorski á land á vertíðinni en það er 3000 tonnum meiri afli en á sama tíma í fyrra. Aflaverðmætið hefur aukist um 600 milljón ísl. krónur á milli ára. Í Vesterålen hafa aflabrögðin einnig verið frábær og víða hefur verið löndunarbið. Fiskvinnslufyrirtækin hafa ekki haft undan að vinna fiskinn og því hefur mikið af fiski verið flutt með flutningabílum til annarra landshluta.

Að sögn Fiskeribladet var vertíðaraflinn í Lófót kominn í 15.800 tonn í lok síðustu viku. Það er aðeins 2600 tonnum minni afli en á allri vertíðinni í fyrra og þar sem að besti veiðitíminn er að fara í hönd er ljóst að heildaraflinn nú verður miklu meiri en í fyrra.

Af; skip.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Kanski er þarna komin Þorskurinn sem Hafró tindi um árið.

Georg Eiður Arnarson, 22.3.2007 kl. 14:47

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já ég er viss um það.

Níels A. Ársælsson., 22.3.2007 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband