Leita í fréttum mbl.is

Íbúðarhús á Súgandafirði fauk á sjó fram með öllum innanstokksmunum.

adalvikAnno; 30. janúar 1924: Stórviðri geisar um Vestfirði.

Hið mesta stórviðri geisaði hér um slóðir í fyrradag. Urðu miklar skemmdir á húsum og bátum víða á Vestfjörðum. Þrír vélbátar sukku, sinn á hverjum stað, Álftarfirði, Ísafirði og Súgandafirði. Manntjón varð þó ekki. Mestar skemmdir urðu í Súgandafirði. Þar fauk íbúðarhús með öllum innanstokksmunum í sjó fram, en fólk bjargaðist með naumindum niður í kjallara. Samkomuhús Súgfirðinga fauk af grunni, en brotnaði þó ekki nema lítið. Fjós og heyhlaða fauk einnig. Skaðinn á Súgandafirði er metinn á 30-40 þús, kr.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband