Leita í fréttum mbl.is

Er LÍÚ gert löglegt ađ stela peningum í skjóli Verđlagsstofu skiptaverđs ?

Línuskipiđ Páll Jónsson GK kom nýlega til heimahafnar í Grindavík međ metaflaverđmćti. Aflinn í veiđiferđinni var 105,5 tonn og aflaverđmćtiđ 15.5 milljónir króna.

Samkvćmt upplýsingum frá útgerđinni skiptist aflinn ţannig ađ ţorskur var 57 tonn, ýsa 8 tonn, langa 25 tonn, keila 8,5 tonn og annar afli var 7 tonn. Veiđiferđin stóđ yfir í rétt rúma 5 daga og gerir ţađ aflaverđmćti upp á 3 milljónir á dag.

Samkvćmt upplýsingum af vef Reiknistofu fiskmarkađa var međalverđ á ofangreindum slćgđum tegundum í afla Páls Jónssonar dagana 16.03.2007 - 22.03.2007, sem hér segir. Ţorskur kr, 270: Ýsa 186,40: Langa 142: Keila 93: Annađ bland c.a, 150:

Mismunurinn á aflaverđmćtinu sem útgerđin borgar áhöfninni og ţví verđi sem skipiđ hefđi fengiđ međ ţví ađ selja afla sinn á markađi er kr, 6.800.000,00.-  Ţađ gerir -30% lćgra verđ til áhafnar. Sem ţíđir kr, 2.800.000,00.- lćgri launagreiđslur til áhafnar og kr, 920.000,00.- lćgri greiđslu til ríkis og sveitarfélaga í formi skatta. Grindavíkurhöfn fćr kr, 100.000,00.- minna í hafnargjöld.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viđar Ásgeirsson

Ţeim er gert ţađ löglegt og ţađ er í sjálfu sér ekkert undarlegt ađ menn skuli vinna svona ţar sem reglurnar, međ blessun svokallađra "sjómannasamtaka" eru svona. ţađ eru allir svo uppteknir viđ ađ elta uppi ţessa fáu leiguliđa, sem, nota bene, eru margir og kannski flestir, ađ gera vel viđ sitt fólk og kallađir ţjófar og glćpamenn fyrir.

Spurning hverjir eru í glćpunum......http://hva.blog.is/blog/hva/entry/155289/

Hafsteinn Viđar Ásgeirsson, 23.3.2007 kl. 17:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband