Leita í fréttum mbl.is

Dýri ferst með 10 manna áhöfn.

Anno; 24. mai 1921:

dc1Fyrir rúmum mánuði lagði fiskiskipið Dýri út frá Þingeyri til handfæraveiða. Síðan hefur lítið eða ekki til þess spurzt og er það nú talið af með allri áhöfn eftir árángurslausa leit tveggja varðskipa. Á Dýra voru tíu menn. Skipið sást síðast fyrir tæpum þremur vikum út af Kolsvík sunnan Patreksfjarðar og var þá á vesturleið. Skipshöfnin á Dýra var öll frá Dýrafirði nema einn maður. Skipstjóri var Markús Jónsson frá Haukadal.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Kantu söguna um það þegar Vestmannaey ve 4 fórst 1907 eða 9.

Georg Eiður Arnarson, 24.3.2007 kl. 22:00

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Nei. En ég er að leita að bókinni minni um Vestmannaeyjar.

Níels A. Ársælsson., 24.3.2007 kl. 22:21

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Vestmannaey VE-4,  fórst 2. mai 1909. Lögðu línuna sw af Geyrfuglaskeri í norðan kalda og voru blikur á lofti um skjót veðrabrigði. Gerði austan storm. Áhöfninni var bjargað af franskri fiskiskútu. Skipstjóri var Sigurður Ingimundarsson. Annar fiskibátur fórst sama dag frá Vestmannaeyjum, Von VE.

Níels A. Ársælsson., 24.3.2007 kl. 22:38

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Langafi minn Siggi MundA . Afkomendur hanns skifta hundruðum í dag . en þegar þessi róður var farinn var eingin þeirra fæddur.

Georg Eiður Arnarson, 25.3.2007 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband