Leita í fréttum mbl.is

Seðlabankinn lækki stýrivexti strax í 6% en bíði ekki

Ef Seðlabankinn gerir það þá munu viðskiptabankarnir fá að kenna á því ærlega. Íslendingar hafa aldrei getað lifað á vaxta og gengismun (lofti) heldur hefur þjóðin þurft að framleiða vörur til útflutnings. Krónan mun falla strax um 25-30 % og kæmi það öllum almenningi og útflutningsfyrirtækjunum til góða í formi aukina útflutningstekna og stórlækkun vaxta.
mbl.is Davíð: Enn sækir í sama horf varðandi aukin útlán fjármálafyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Það kæmi ekki almenningi með lán í erlendri mynt til góða.

Guðmundur H. Bragason, 30.3.2007 kl. 18:51

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Almenningur eins og ég og þú erum ekki með erlend lán, höfum aldrei haft tækifæri á því. Þetta yrði rosa kjarabót fyrir launafólk þó svo að verð á matvælum mundi eitthvað hækka.

Níels A. Ársælsson., 30.3.2007 kl. 19:09

3 Smámynd: Auðun Gíslason

og öll jöklabréfin yrðu innleyst í snatri á gjalddaga og krónan ekki bara félli. Hún yrði nánast verðlaus. Efnahagskerfið myndi hrynja! Hverskonar anarchismi er þetta?

Auðun Gíslason, 30.3.2007 kl. 22:07

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Rangt. Tilfærsla á verðmætum frá a til b. Verðmætin færðust þangað sem þau eiga heima og huglæt verðmætamat á lofti færi fjandans til.

Níels A. Ársælsson., 30.3.2007 kl. 22:13

5 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Jú Níels Almenningur eins og ég og þú er með erlend íbúðalán. Ég er t.d. með þannig lán og þekki mjög marga með þannig lán, venjulegt fólk eins og mig og þig.

Guðmundur H. Bragason, 30.3.2007 kl. 23:35

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það var bara elítan sem fékk að taka erlend lán. Við erum bara með innlend verðtryggð lán. Vaxtaokrið hyrfi.

Níels A. Ársælsson., 30.3.2007 kl. 23:42

7 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Þú ert þá að meina að ég sé í elítunni Níels   en lánið mitt hefur nu bara lækkað undanfarið þér að segja

Guðmundur H. Bragason, 31.3.2007 kl. 01:09

8 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ok. Þú hlýtur þá að hafa fengið að taka húsnæðislán í erlendum gjaldeyrir. Mér hefur aldrei boðist slíkt né neinum sem ég þekki. Er ekki rétt að skipta yfir í krónur núna ?

Níels A. Ársælsson., 31.3.2007 kl. 01:16

9 Smámynd: Guðmundur Þór Bjarnason

Hvað þá með innlendu verðtryggðu lánin okkar. Ekki viljum fá yfir okkur aukna verðbólgu?

Guðmundur Þór Bjarnason, 31.3.2007 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband