Leita í fréttum mbl.is

Uppsegjanlegur hjúskaparsamningur

Anno; Reykjavík í október 1912:

Í hjúskap gengu nýlega Andrés augnlæknir Fjeldsted og ungfrú Sigríður Blöndahl með þeim hætti, að þau gerðu sín á milli samning, er nú er þinglesinn, um að lifa saman sem hjón, og skulu allar reglur hjúskapar um þau gild, eigur þeirra og börn. Uppsegjanlegur er þó hjúskaparsamningur þessi með nokkura mánaða fyrirvara, og eru sérstök ákvæði (um gerðardóm), ef eigi verða hjónin ásátt þar um. Er þetta nýlunda hér, og mun eigi hafa komið fyrir áður, að þessi aðferð væri viðhöfð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband