Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarskráin hlýtur staðfestingu

Í gær gerðust þau tíðindi, að stjórnarskrárfrumvarpið hlaut staðfestingu konungs. Jafnframt ákvað konungur, að þríliti fáninn skyldi vera sérfáni Íslands. Þar með er að lögum orðið: a) að konur skuli hafa kosningarrétt og kjörgengi til jafns við karlmenn; b) að aldurstakmark kosningaréttar færist úr 30 árum niður í 25 ár (þetta tvennt á þó að koma til framkvæmda í áföngum á næstu 15 árum); c) konungskosningar afnumdar, en í þeirra stað koma hlutfallskosningarum um land allt á sex þingmönnum til efri deildar; d) ráðherrum má fjölga með einföldum lögum; e) tölu þingmanna má einnig breyta með einföldum lögum.

Anno; 20. júní 1915.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband