Leita í fréttum mbl.is

Lúðuveiðar Ameríkumanna við Vestfirði

godspeed_smallAmeríkumenn veiddu við Vestfirði á tímabilinu 1884-1897 samtals tæplega 15.000 tonn af lúðu. Hingað sigldu glæsilegar skonnortur sem höfðu meðferðis svonefndar doríur, en það voru litlir flatbotna bátar. Veiðarnar fóru fram á þessum bátum en aflinn var flakaður og saltaður um borð í móðurskipunum. Ameríkumennirnir höfðu bækistöð á Þingeyri og voru ákaflega umdeildir.

 

Þeir voru sakaðir um að spilla fiskimiðum fyrir vestan, drykkjulæti og slagsmál milli þeirra voru tíð í landlegum og siðferði á Þingeyri varð að blaðamáli. Konur sem lentu í svokallaðri ,,Ameríkugleði" voru dæmdar þungt af blöðum og almenningi. Amerísku lúðuveiðimennirnir eignuðust átta börn með sex íslenskum stúlkum í Dýrafirði. Fjögur þeirra komust til fullorðinsára og eiga nú fjölda afkomenda hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ameríkugleðin hefur borið ávöxt!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.4.2007 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband