5.4.2007 | 22:01
Rækjan
Sú rækjutegund sem lifir hér við land kallast nú til dags aðeins rækja en til er eldra heitið stóri kampalampi (lat. Pandalus borealis). Rækjan er dæmigerð kaldsjávartegund og ein af þeim rúmlega 50 tegundum sem tilheyra ættinni Pandalidea. Pandalus borealis er langmest veidda kaldsjávarrækjutegund í heimi.
Tegundin finnst víða á norðurhveli jarðar, meðal annars við strendur Maine í Bandaríkjunum, við austurströnd Kanada og austur í Norðursjó og Skagerrak. Einnig veiðist hún í talsverðu magni í Barentshafi sem og í Kyrrahafi við strendur Alaska og allt suður til Kaliforníu.
Rækjur sem lifa á meira en 200 metra dýpi eru iðulega nefndar djúpsjávarrækjur. Þær lifa á dýptarbilinu milli 200 - 700 metra. Kjörbotngerð þeirra er leirbotn. Rækjur eru einnig algengar á grunnslóð á dýpi innan við 200 m. Þær nefnast innfjarðarrækjur og eru algengar í öllum stærri fjörðum og flóum við landið. Kjörbirta rækjunnar er myrkur. Á daginn þegar dagsbirtan nær niður í sjóinn heldur hún sig rétt við botninn en þegar skyggja tekur syndir hún upp að yfirborðinu. Slíkar reglubundnar hreyfingar nefnast dægurhreyfingar og eru mjög algengar meðal sjávardýra.
Helsta fæða rækjunnar eru ýmsir hryggleysingjar eins og lindýr og ormar sem hún finnur í mjúkum leirbotninum. Ofgnótt er af slíkum dýrum í leirbotni. Þegar rækjan fer upp að yfirborðinu á næturnar eru ljósátur, ýmsar krabbaflær og þörungar helsta fæðan.
Ýmsar tegundir fiska éta rækju og er þorskurinn (Gadus morhua) skæðastur. Nokkrar aðrar tegundir eru einnig umfangsmiklir afræningjar og má þar helst nefna grálúðuna á djúpslóð og smokkfisk, ýsu og tindabikkju á grunnslóð.
Lífsferill rækjunnar er mjög sérstakur því að hver rækja er á ævi sinni bæði kvendýr og karldýr. Samkvæmt rannsóknum íslenskra sjávarlíffræðinga skiptir rækja á grunnslóð um kyn við 3-4 ára aldur og er hún þá 16 -21 mm á lengd. Þessi kynskipti gerast mun síðar á djúpslóð eða þegar rækjan er orðin 5-6 ára og 22-24 mm á lengd. Að mati vísindamanna er ástæðan fyrir þessum mun sú að sjór er mun heitari í fjörðum og flóum hér við land en í úthafinu og flýtir það mjög fyrir allri þroskun. Þar sem fyrra kyn hverrar rækju er karlkyn þá eru kvendýrin oftast talsvert stærri.
Hrygningartímabilið er mjög breytilegt eftir stað og fer eftir hitastigi og öðrum umhverfisþáttum. Á því svæði sem rækju er að finna innan íslensku efnahagslögsögunnar eru þessir þættir mjög breytilegir. Einnig er eggjafjöldinn mjög háður stærð kvendýranna. Stærstu kvendýrin framleiða allt upp í tvö þúsund egg en minnstu kvendýrin fáein hundruð eggja. Eftir að eggin eru frjóvguð festir kvendýrið þau við sundfæturna undir halanum meðan þau þroskast. Þetta tímabil nefnist eggburðartímabil. Þroskunarhraðinn er mjög breytilegur og talið er að hitastig sjávar ráði þar mestu um. Fyrir norðan land þar sem kaldast er þarf kvendýrið að bera eggin í um tíu mánuði en við Snæfellsnes og Eldey í rúma fimm mánuði. Klakið fer fram á vorin þegar þörungablómi sjávar er í hámarki, en þörungar eru fyrsta fæða rækjulirfanna.
Talið er að úthafsrækjan hrygni annað hvert ár en innfjarðarækjan á hverju ári.
Efri myndin sýnir kampalampa (Pandalus borealis) og er fengin af rússnesku vefsetri um sjávarlíffræði.
Neðri myndin sýnir kampalampa á mjúkum sandbotni. Hún er fengin á vefsetri sem sérhæfir sig í sjávarmyndum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.