Leita í fréttum mbl.is

Hinsta ferð

Lagt af stað í örlagaför

Titanic_SPFarþegaskipið Titanic lagði úr höfn frá Southampton á Englandi í sína fyrstu sjóferð 10. apríl 1912. Titanic var þá stærsta skip heims, 45.000 tonn að þyngd og um 275 metrar á lengd. Það var talið ósökkvandi vegna vatnsþéttra skilrúma. Sumt af efnaðasta fólki heims var um borð í skipinu þegar það sigldi á ísjaka á Atlantshafi 14. apríl 1912 og sökk á innan við þremur tímum. Af 2.224 farþegum og áhafnarmeðlimum sem um borð voru fórust 1.517 vegna þess að skipið var búið of fáum björgunarbátum og sjórinn var mjög kaldur. Í kjölfar slyssins voru settar nýjar öryggisreglur fyrir skip.
(AP/Frank O. Braynard Collection)


mbl.is Tveggja farþega af sokknu farþegaskipi saknað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband