Leita í fréttum mbl.is

Ýsan

Aukin ýsugengd við Ísland vegna hlýnunar sjávar

ysaHeimkynni ýsunnar eru í N-Atlantshafi, N-Íshafi, Barentshafi meðfram ströndum Noregs, í Norðursjó og allt suður í Biskajaflóa, við Bretlandseyjar, Færeyjar og Ísland. Í NV-Atlantshafi er ýsan við strendur N-Ameríku, en við Grænland hefur hún aðeins fundist sem flækingur.

Ýsan er algeng í hafinu allt í kringum Ísland þó mest sé af henni við S og SV-ströndina. Ýsan er grunnsjávar- og botnfiskur sem heldur sig að mestu á 10-200 m dýpi. Fæða ýsunnar er mjög fjölbreytileg, en hún étur ýmis botndýr, s.s. skeljar, smásnigla, marflær o.m.fl., en einnig eru á matseðli hennar smáfiskar eins og sandsíli, loðna og spærlingur.

Ysuveidar_islenskra_skipa_1943-2003Ýsan hrygnir í hlýja sjónum sunnan-, suðvestan- og vestanlands, mest á hafsvæðinu milli Vestmannaeyja og Snæfellsness. Hrygningin byrjar í apríl og lýkur í lok maí. Að lokinni hrygningu dreifir fullorðni fiskurinn sér í fæðuleit. Ýsan verður kynþroska 3-4 ára gömul. Meðalstærð ýsu er 45-60 cm, en hún getur orðið allt að 80 cm löng.

Ýsuveiðar

Ýsuveiðar íslenskra skipa hafa mestar orðið um 67.000 tonn árið 1982, en minnstur varð aflinn árið 1943 um 13.000 tonn. Meðalýsuafli íslenskra skipa hefur verið 40.000 tonn á ári síðastliðna hálfa öld.


mbl.is Góð og slæm gróðurhúsaáhrif í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband