6.4.2007 | 14:34
Jesú kristur
Vissulega var það fólkið sem ákvað að krossfesta Jesú. Fólkinu - eða öllu heldur leiðtogum þess - fannst Jesús óþægilegur svo að það yrði að ryðja honum úr vegi.
Krossfesting var andstyggileg pyntingaraðferð, ein af mörgum sem mannkynið hefur fundið upp í blóðugri sögu sinni. Í Rómaveldi var krossfestingu beitt á menn sem þóttu pólitískt hættulegir, svo sem á þræla er gerðu uppreisn eða á þegna í skattlöndunum sem þóttu ógna veldi Rómverja. Með því að krossfesta slíka menn á almannafæri þóttust Rómverjar geta sýnt fram á hver það væri sem völdin hefði. Og það þótti Pílatusi líka þegar hann hafði framselt Jesú til krossfestingar.
Að kristnum skilningi var því hins vegar þveröfugt farið. Sá sem sigraði á Golgata var ekki Pílatus heldur hinn krossfesti Jesús. Sá sigur kom í ljós í upprisu hans á þriðja degi. Hún birti að Jesús er Messías, Kristur. Um leið leiðir hún í ljós að hið pólitíska vald, hvort sem það er vald Rómar eða einhvers annars stórveldis, er ekki hinsta vald í heimi. Það er annað vald sem er öllu stjórnmálavaldi æðra og það er vald Guðs, vald kærleikans.
Handtaka Jesú og dómurinn yfir honum hafa með öðrum orðum tvær hliðar. Ytri hliðin snertir hlutdeild manna sem vildu ryðja honum úr vegi. Innri hliðin lýtur að sambandi Jesú og Guðs. Að kristnum skilningi er Jesús Guðs elskaði Sonur, "orð Guðs í holdi manns" eins og segir í jólaguðspjalli Jóhannesar (Jóhannesar guðspjall 1. kapituli 1-14). Guð sendi son sinn í heiminn af því að hann elskar heiminn segir Jóhannes líka í 3. kapitula 16. versi. Kristnir menn játa á grundvelli upprisu Jesú að Guð hafi náð frelsistilgangi sínum þrátt fyrir að menn hafi afneitað honum.
Sennilega hefði Guð getað gripið inn í atburðarásina á Golgata með því að forða syninum frá kvöl og dauða. Það gerði hann ekki og því segir kristinn vitnisburður að Guð hafi ekki þyrmt sínum eigin syni heldur framselt hann fyrir okkur til þess að geta gefið okkur allt með honum: Frelsi, líf, fyrirgefningu og frið (sjá Rómverjabréfið 8.31-39).
Í þeim skilningi dó Jesús fyrir okkur og fórnaði sér vegna okkar. Þegar við því minnumst dauða Jesú, minnumst við þess að sátt er komið á milli Guðs og manna. Þess vegna er bæði unnt og skylt að vinna að sátt, friði og einingu meðal manna. Það er sú nýja ytri hlið á krossfestingu Jesú sem að okkur og breytni okkar snýr í ljósi upprisu Jesú.
Píslarganga farin kring um Mývatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:52 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Varað við vindhviðum á Snæfellsnesi
- Brjóstaminnkunaraðgerðir bætast við
- Fær bætur eftir hálkuslys á Þorláksmessu
- Eitt andlát af völdum fíkniefna er alltaf einu of mikið
- Tekjuöflun nauðsynleg
- Ein stærsta framkvæmd í sögu sveitarfélagsins
- Fagnað á Kópaskeri
- Með á fjórða þúsund neysluskammta af metamfetamíni
- Tómthússkattur bitnar einnig á landsbyggðarfólki
- Goshrinan undir meðallagi stór hingað til
Erlent
- Ákærður fyrir samsæri um að myrða Trump
- Þýsk stjórnvöld svara Musk
- Þungt hugsi yfir ofbeldinu
- Meirihluti þýskra kjósenda vill kosningar strax
- Konur og börn næstum 70% látinna á Gasa
- Flugvél Qantas nauðlent í Sydney
- Fimm á sjúkrahús og 62 handteknir í Amsterdam
- Tvær árásir á ísraelska herstöð á sólarhring
- 25 hið minnsta særðir eftir árás á íbúðablokk
- Fyrsta ráðningin hjá Trump
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.