6.4.2007 | 19:42
Hallgrímur Pétursson
Hallgrímur Pétursson er eflaust frægastur þeirra Íslendinga sem lifðu á sautjándu öld. Hallgrímur telst vera fremsta trúarskáld Íslendinga og þann heiður hlotnast honum fyrir Passíusálmana, alls fimmtíu að tölu, sem lifa með þjóðinni enn þann dag í dag. Í Passíusálmunum er rakin píningarsaga Krists og lagt út af henni jafnóðum. En Hallgrímur samdi einnig guðsorðabækur, ádeilur, tækifæriskviðlinga og rímur svo eitthvað sé upptalið.
Þá hafa heilræðavísur Hallgríms verið íslenskum börnum hið ágætasta veganesti í gegnum árin og er hreint með ólíkindum að vísur sem eiga uppruna sinn á 17. öld hafi staðist tímans tönn svo sem þær hafa gert, að ekki sé talað um fyrir börn. Hallgrímur fæddist árið 1614, annaðhvort í Gröf á Höfðaströnd eða Hólum í Hjaltadal. Hann lést í Ferstiklu skammt frá Saurbæ á Hvalfjarðasströnd þar sem hann þjónaði lengst sem prestur 18. desember 1674
Passíusálmar lesnir víða um land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.4.2007 kl. 01:59 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 763790
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hallgrímur Pétursson er mikið skáld og í miklu uppáhaldi hjá mér. Það vill einnig svo skemmtilega til að Charlotta, sambýliskona mín er sjöundi ættliður Hallgríms!
Egill Rúnar Sigurðsson, 7.4.2007 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.