Leita í fréttum mbl.is

Erfðasyndirnar sjö

Hinar sjö kristnu höfuðsyndir, eða dauðasyndirnar sjö eru eftirtaldar: Hroki, öfund, reiði, þunglyndi, ágirnd, ofát og munúðlífi. Í Íslensku alfræðiorðabókinni er leti talin upp í stað þunglyndis. Þessar sjö syndir eru ekki taldar upp berum orðum í Biblíunni og því síður nefndar dauðasyndir.

Marteinn Lúther telur upp þessar sjö birtingarmyndir syndarinnar. Hann notar aðra aðgreiningu synda að auki, þrjár birtingarmyndir syndarinnar gagnvart Guði: Vanþakklæti, eigingirni og hroka. Lúther sagðist sjálfur ekki átta sig alveg á greinarmuni synda og dauðasynda.

Fyrir Lútheri er syndin fólgin í manninum en ekki verkum hans – maður verður ekki góður fyrir Lúther þó hann breyti rétt, segja má að aðeins hugurinn að baki gjörðinni skipti máli.

Kaþólskir nota orðið galla eða löst yfir það sem Lúther nefnir synd en segja syndir drýgðar í einstökum verkum. Gallar í fari manna geta stuðlað að því að þeir drýgi synd. Sömu sjö atriði teljast til helstu galla mannsins meðal kaþólskra.

---

Höfuðsyndirnar eða -lestirnir sjö eru andstæðir höfuðdyggðunum sjö, sem eru ekki heldur nefndar sem slíkar í Biblíunni. Höfuðdyggðirnar sjö eru: Viska, hófstilling, hugrekki, réttlæti, von, trú og kærleikur. Meira er lagt upp úr þessum dyggðum í kaþólskri siðfræði en lútherskri.

Nýverið var gerð könnun á vegum Gallup á því hvað Íslendingar meti helst í eigin fari og annarra. Í Tímariti Máls og menningar (2. tbl. 2000) eru niðurstöður hennar túlkaðar svo að nýju íslensku höfuðdyggðirnar séu: Hreinskilni, dugnaður, heilsa, heiðarleiki, jákvæðni, traust, fjölskyldu- og vináttubönd.
Heimild; Sigurjón Árni Eyjólfsson.


mbl.is Kærleikurinn sterkari en hatrið og dauðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

gleðilega páska

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.4.2007 kl. 13:25

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Gleðilega páska Anna.

Níels A. Ársælsson., 8.4.2007 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband