Leita í fréttum mbl.is

Grágæs

gragaesGrágæsir verpa á láglendi um allt Ísland og er algengasta gæsategundin hér. 1992-1993 fór fram í Skotlandi talning á grágæsum, en þar hefur meirihluti íslenska varpstofnsins vetursetu. Reyndust fuglarnir vera um 80.000 talsins. Heldur virðist stofninn hafa minnkað síðan, kannski vegna mikillar veiði. Til Íslands koma grágæsir um mánaðamótin mars-apríl, mest þó seinni hluta apríl. Þá byrjar varpið sem stendur yfir fram eftir maí.
Grágæsir verpa 4-6 eggjum. Þær hverfa svo flestar til vetrarstöðvanna seinni hluta október. 500-600 fuglar dvelja þó hér yfir vetrarmánuðina einkum suðvestanlands, á Tjörninni í Reykjavík og víðar. Grágæsir lifa á jurtum, bæði villtum og ræktuðum. Þær sækja mjög á ræktað land, einkum á haustin, og margir bændur telja sig verða fyrir skaða af þeirra völdum. Mikið er veitt af grágæs og hefur ásókn í grágæsastofninn stöðugt aukist enda þykir hún veislumatur.
Heimild; Íslandsvefurinn.

mbl.is Grágæsin SLN komin á varpstöðvarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband