Leita í fréttum mbl.is

Fyrrum efnilegasti aflamaður landsins

Binni í Gröf 

300px-Binni2Benóný Friðriksson, (7. janúar 1904 – 12. maí 1972) betur þekktur sem Binni í Gröf, var landsfrægur aflamaður. Hann fæddist í Vestmannaeyjum og var sonur formannsins Friðriks Benónýssonar og Oddnýjar Benediktsdóttur.

Binni gerðist með afbrigðum góður sjó- og aflamaður, einhver mesti sem við Vestmannaeyjar hefur fiskað. Binni réri fyrstu vertíðar sínar með vélbátnum m/b Nansen og var hann formaður á bátnum í forföllum Jóhanns á Brekku. Árið 1926 var honum boðið að taka formennsku á vélbátnum m/b Gullu. Þar var hann starfandi þrjár vertíðir, síðan tók hann við bátnum Newcastle, og var svo með vélbátana m/b Gottu, m/b Heklu, m/b Gulltopp, e/s Sævar, m/b Þor og m/b Andvara. Eftir það keypti hann skipið m/b Gullborg og varð landsþekktur fyrir formennsku sína á þeim bát.

Binni varð aflakóngur í Vestmannaeyjum árið 1954 og hélt þeim titli samfellt í 6 vertíðir, og fékk titilinn margoft til viðbótar yfir ævina.

Benóný hafði ávallt duglegri skipshöfn að stjórna enda samrýmdist hverskonar seinagangur og stirðleiki ekki skapi skipstjórans.

Binni var sæmdur fálkaorðunni árið 1971 fyrir störf sín. Kona hans var Katrín Sigurðardóttir frá Þinghól í Hvolhreppi og áttu þau saman 8 börn.


mbl.is Efnilegustu skákmenn landsins á alþjóðlegu skákmóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband