20.4.2007 | 08:47
Ekki sama Jón og séra Jón
Meðal þess sem finna má í fjölmörgum liðum ákærunnar eru ófyrirleitin þjófnaðarbrot og gripdeildir þar sem maðurinn stal t.a.m. úr vösum grunlausra gesta líkamsræktarstöðvar og keyrði í einu tilviki burtu á bíl eins þeirra. Einnig hrifsaði hann veski af tveimur öldruðum konum og stal bakpoka af ferðamanni.
Þetta eru ófyrirleitnir glæpir hjá aumingja manninum en engu að síður aðeins smámunir einir í samanburði við glæpina sem LÍÚ og ríkisvaldið hafa ástundað í tvo áratugi í skjóli Alþingis. Hvað skal gera við illþýði það sem rænt hefur lífsbjörginni frá fólkinu í vel flestum sjávarþorpum landsins og gert eigur þess verðlausar ? Og að auki hnept þúsundir sjómanna í þrælahald kvótaleigunar og undir skefjalausa misbeitingu á verðmyndun afla með ólöglegri lagasetningu um Verðlagsstofu Skiptaverðs.
![]() |
Hrifsaði veski af öldruðum konum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Drengurinn fannst heill á húfi
- Íbúðum í byggingu fækkar um land allt
- Á tólf hnúta hraða og allt samkvæmt áætlun
- Bærinn fullur af fólki og þannig á það að vera
- Fá skaðabætur vegna músagangs
- Hefur synt 400 mílur við Íslandsstrendur
- Anna eltir drauminn til Mongólíu
- Skotvopnabrotum fjölgar mikið milli ára
- Kabarett og kannabis á Vagninum
- 500 manns á biðlista og 200 að auki í biðrýmum
Erlent
- Handtekinn og sætir nú einangrun
- Hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli
- Dæmt í stærsta kókaínmáli Svíþjóðar
- Ekki lengur krafa að fara úr skónum á flugvöllum
- Langt í land með að ná 90 samningum á 90 dögum
- Öryggi forsætisráðherrans ógnað með Strava-færslum
- Tuttugu látnir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa
- Lavrov til Norður-Kóreu um helgina
- Umfangsmesta loftárásin frá upphafi stríðsins
- Yfir 160 manns enn saknað í Texas
Fólk
- Ögrandi myndir af eiginkonu Kanye West vekja athygli
- Lygin gegnir veigamiklu hlutverki
- Aðstoðarkona Katrínar prinsessu hætt
- Yfir þúsund klukkustundir af raunveruleikaefni til landsins í sumar
- 74 ára og yfir sig ástfangin
- Andlit Wiig hefur tekið miklum breytingum
- Daglegu lífi nunna umturnað
- Svona lítur Jonathan Taylor Thomas út í dag
- Denise Richards að skilja í annað sinn
- Trúin getur jafnvel verið persónulegri en kynlíf
Viðskipti
- Atli Óskar nýr rekstrarstjóri framleiðslu Akademias
- Áformar milljarðauppbyggingu
- Reykjavíkurborg og 25 milljóna bílastæðin
- Alvotech kaupir Ivers-Lee
- Viljum öryggi en ekki fjárfestingar
- Velgengni hefur smitandi áhrif
- Play gefur út breytanlegt skuldabréf
- Seðlabanki þurfi að fara varlega
- Spurt af hverju Ísland gangi lengra
- Sölu lokið á eignum þrotabús Kamba
Athugasemdir
Við þekkjum dæmi um menn sem dæmdir eru til fangelsisvistar hvað eftir annað fyrir smáhnupl og innbrot hér og þar. Sjaldnast er tjónið sem þessir ógæfumenn valda lítt tilfinnanlegt, meira svona óþægindi fyrir þá sem fyrir umsvifum þeirra verða.
Ríkisvörð glæpmennska og siðleysi virðist vera af allt öðrum toga. Þessháttar framgöngu eru gefin nöfn á borð við hagræðing, einstaklingsfrelsi, verðmætasköpun, skilvirkni og fleira þar fram eftir götunum og háskólaprófessorar eru dregnir fram í dagsljósið til gefa óhæfuverkunum heilbrigðisvottorð og dýpri merkingu.
Þá þykir mér dálítið merkilegt þegar menn taka sig til og fara að tala um, að ef eitthvað verði hróflað við kvótakerfinu í sjávarútvegi þá komi bætur fyrir til þeirra sem stundað hafa kvótakaup. Ég heyrði t.d. Össur Skarphéðinsson viðhafa orðbrag á þessa lund í kosningaþætti á Ísafiði í vikunni og fleira Samfylkingarfólk hefur verið að éta þetta kjafæði upp hvert eftir öðru. Heilu byggðarlögin, ásamt fólkinu sem þar býr, sem hafa orðið fórnarlömb græðgishyggju kvótabraskaranna að bráð, koma aftur á móti ekki til álita þegar Össur karl og fleiri upphefja innantómt snakk um bætur að þessu tilefni.
Nú er allt útlit fyrir að mafíusamtökin, sem farið hafa með stjórn landsins í hálfan annann áratug, fái umboð til að halda áfram á sömu braut eftir kosningar, ef marka má skoðannakannanir. Af því má álykta að háttvirtum kjósendum sé í mun að halda áfram uppbyggingu skrímslasamfélags græðgi, misbeitingar valds og ójafnaðar.
Jóhannes Ragnarsson, 20.4.2007 kl. 09:45
Jói. Hefur þú heyrt þess getið áður að þingmaður hafi lagt til á opnum stjórnmálafundi að nauðsynlegt sé að borga þjófum bætur ef þeir nást með þýfið sem þeir stálu ? Hvað ætli ógæfumaðurinn sem hrifsaði veskin af gömlu konunum fái miklar bætur úr ríkissjóði ?
Níels A. Ársælsson., 20.4.2007 kl. 10:44
Ekki er öll vitleysan eins, ég veit ekki hvar Össur ætlar að fá peninga til að greiða þessar bætur. Þeir einu sem verða fyrir áfalli ef kvótinn verður innkallaður eru bankarnir en þeir sem þá eiga eru nú búnir að fá sitt, þegar ríkisbankarnir voru gefnir nokkrum útvöldum aðilum og til að fullnægja öllu réttlæti ætti að innkalla bankana líka.
Jakob Falur Kristinsson, 20.4.2007 kl. 11:39
Já rétt hjá þér Jakob. En takk samt, ég vill ekki fá Finn Ingólfsson með í innkölluninni. Legg til að hann verði afhentur Hringormanefnd.
Níels A. Ársælsson., 20.4.2007 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.