6.5.2007 | 23:10
Sjávarútvegsráðherra laug að þjóðinni
Eftir að hafa horft á Kompás þáttinn á Stöð 2, í kvöld þá gerði ég mér grein fyrir því að Einar Kristinn ráðherra sjávarútvegsmála er mjög veikgeðja einstaklingur. Þarna stóð hann fyrir framan myndavélarnar og var í bullandi afneitun. Hann laug framan í andlitið á sinni þjóð sem trúað hefur honum fyrir dýrmætasta fjöreggi þjóðarinnar.
Ég persónulega og margir fleiri sem ég hef rætt við höfum frá því Einar tók við ráðherradómi bent honum á með fjölmörgum dæmum hvaða óþveri væri í gangi. Það er algjör lágmarks krafa að Einar Kristinn og forveri hans Árni Matthísen axli ábyrgð nú þegar og segi sig frá stólunum.
Atvinnumál Bolungarvíkur rædd á borgarafundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Magnús Már er Mosfellingur ársins
- Efast um eitt frægasta morðmál Íslands
- Unglingar í Varmahlíð endurvekja 20 ára fatatísku
- Aldrei verið svona hrædd
- Unnsteinn Manuel hlýtur Bjartsýnisverðlaunin
- Störf þingmanna ekki bundin við miðborgina
- Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal
- Borgarráð samþykkti ráðningu Steins
- 25 stiga frost á Þingvöllum
- Pyntuðu mann í tvo tíma í Vatnagörðum
Erlent
- Kom úr felum og var handtekin
- Líklega dýrustu gróðureldar í sögu Bandaríkjanna
- Hvetur Evrópu til að halda kúlinu gagnvart Trump
- Þremur milljónum skráninga lekið
- Ríkisstjórn Trumps virðist ekki átta sig á málinu
- Vongóð um að loks taki að lægja í LA
- Eldarnir í LA: Fólk er dofið
- Fimm forsetar samankomnir í útför Carters
- Danskir ráðamenn funda vegna ummæla Trumps
- Rússar fylgjast náið með Grænlandsáformum Trump
Athugasemdir
Níels mér þykir þú lengi að komast að því, að Einar segir ekki alltaf satt. Þið vestfirðingar eru búnir að kjósa hann oftar en einu sinn á þing þar sem hann hefur lofað að afnema kvótakerfið.
Verst að skyldi ekki verið talað við Einar Odd í þættinum, og hann látinn tala um innviktun afla, og segja frá undrinu á Flateyri, sem Illugi Gunnarson hefur verið að segja alþjóð frá.
Það sem kom fram í Kompás í kvöld, eru ekki nein ný sannindi fyrir alla þá sem nálægt sjávarútvegi hafa komið undanfarna áratugi.
Það sem kom mér á óvart að ekki skyldi vera meira talað um brottkastið, sem eins og við vitum hefur numið tugþúsundum tonna árlega. Í mínum augum er ísprufur og málun á fiski mikið minna mál, það vera þó til verðmæti úr þeim afla.
haraldurhar, 6.5.2007 kl. 23:29
Ég hef sjálfur tekið þátt í undrinu á Flateyri og horft á hlutina gerast. Kanski Illugi tengdarsonur Flateyrar óski eftir smá uppfræðslu, þá er það meira en velkomið frá minni hendi.
Níels A. Ársælsson., 6.5.2007 kl. 23:39
Afsakið mig, en hvað er "undrið á Flateyri"? Hvernig tengist það þeim tengdafeðgum, Einari og Illuga? Spyr sá sem ekki veit.
Jóhann H., 7.5.2007 kl. 01:00
Ja nú sýnist mér að Nilli sé búinn að sýna í hornið á einhverju sem hann verður að halda á með, eins og Jóhann Hafstein spyr hér eftir, það er bara varla annað hægt en að þú uppfræðir Illuga og okkur hin í leiðinni.....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.5.2007 kl. 07:07
Sæll Niels - auðvitað laug Einar... honum er greitt fyrir það með laununum sem hann fær frá okkur. Eins og Haraldur bendir réttilega á þá hefur Einar greyið verið óspar á loforðin en efndir hinsvegar ENGAR. Þátturinn á stöð 2 í gær var fínn en betur má ef duga skal ef takast á að vinda ofan af einum versta glæp Íslandssögunnar. Og í leiðinni þeim allra vitlausasta. Eða ert til nokkuð vitlausara en að stela af sjálfum sér en það er nákvæmlega það sem þetta snýst um. Við kjósum bjána á þing sem ákveðnar klíkur hafa í vasanum. Hvað varðar sjávarútvesgsstefnu þjóðarinnar og gjafkvótann þá fengu klíkurnar blábjálfana til að stela af okkur þjóðarauðnum. Og það sem er verst af öllu, við ætlum greinilega að bjóða þessum karakterum að stjórna skútunni áfram. Bakkabræður hvað!!
Pálmi Gunnarsson, 7.5.2007 kl. 11:24
Sæll Pálmi. Þú hefur alltaf verið minn uppáhalds söngvari allar götur frá því ég var unglingur. Þetta er allt rétt sem þú ert að segja. Nei nú látum við slag standa næstu daga og rekum Sturlunga á flótta og höggvum mann og annan ef með þarf. Kompásinn var bara byrjunin.
Níels A. Ársælsson., 7.5.2007 kl. 11:34
Undri mikla á Flateyri er þannig að þegar verið er að landa úr skipum á vegum Kambs hf. tekur lyftarinn þrjú kör af fiski í hverri ferð og í tveimur ferðum er farið á hafnarvog, en sú þriðja fer beint í hús án þess að vera viktuð. Ef lyftaramaðurinn ruglast og setu óvart á vigtina sem ekki á að fara þangað. Gefur sá sem er að vikta honum meri um að taka þetta aftur af viktinni en sá aðili mun merkja vandlega við hverja ferð svo formúlunni sé fylgt rétt eftir. Svipað mun vera gert á Suðureyri. En á Patreksfirði er öðruvísi staðið að hlutunum. Áður en lyftarinn sem notaður er við löndun er taraður á hafnarvoginni er sett undir hann sér smíðað járnstykki sem er 500 kg að þyngd og svo er það tekið af þegar löndun hefst og í hverri ferð með þrjú 660 ltr. kör af fiski sem í raun eru hátt í 1500 kíló skráist bara 1000 kg. Fræg er sagan af því þegar bíll frá Fiskistofu með 2 mönnum stóð yst við höfnina á Patreksfirði til að vakta dagabáta meðan það kerfi var til og skrá þegar hver trilla kom í höfn til að tékka á að dagabátarnir færu ekki mínútu fram yfir löglegan tíma og á meðan var verið að landa fiski úr Núp BA og honum ekið beint frá skipshlið í hráefnisgeymslu Odda hf. á þess að fara á hafnarvog. Þau fyrirtæki á Vestfjörðum sem oft er hælt fyrir hvað þau gangi vel og hafi aðlagast vel kvótakerfinu. hafa í flestum tilfellum bætt afkomu sína með kvótasvindli.
Jakob Falur Kristinsson, 7.5.2007 kl. 11:48
Jakob. Þú átt síðasta orðið í þessari færslu. Takk fyrir þetta innlegg.
Níels A. Ársælsson., 7.5.2007 kl. 22:05
Það þarf ekki að kenna þeim neitt þarna fyrir Vestan...?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.5.2007 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.