25.5.2007 | 14:19
PASSÍUSÁLMUR NR. 51 -
Hverju eiga þeir að fylgjast með ? Að útförin fari rétt fram fyrir hönd aðstandenda og annara vandamanna ? Alþingi og ríkisstjórn Íslands hafa horft á Vestfirði blæða út í 16 ár og ekkert aðhafst. Þetta er ótrúleg vitleysa og skemmdarverkastarfsemi. Hér hefur nánast verið unnið þjóðarmorð.
Á Valhúsahæðinni
er verið að krossfesta mann.
Og fólkið kaupir sér far
með strætisvagninum
til þess að horfa á hann.
Það er sólskin og hiti,
og sjórinn er sléttur og blár.
Þetta er laglegur maður
með mikið enni
og mógult hár.
Og stúlka með sægræn augu
segir við mig:
Skyldi manninum ekki leiðast
að láta krossfesta sig?
Ráðherrum falið að fylgjast með þróun mála á Flateyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 763850
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Báðir Einarar íhaldsins á Vestfjörðum hafa lýst áhyggjum af þessu og fyrir það finnst mér að heimamenn megi vera þakklátir.
Nú kæmi mér ekki á óvart þó ráðherrar Samfylkingarinnar allir með tölu lýstu þungum áhyggjum af þessu líka.
Þá sé ég fyrir mér bókun þar sem ríkisstjórnin ákveður að greiða niður upphitunarkostnað fyrir Flateyringa og ekki minna en um 15% á hverja íbúð, en þessi aðstoð verði að sjálfsögðu skattlögð.
Auk þess verði bæði Biskupsstofu og Barnahúsi gert að flytja alla starfsemi sína vestur ekki síðar en fyrir árslok 2016.
Árni Gunnarsson, 25.5.2007 kl. 17:51
Já Árni og kanski Femínistafélag Íslands og Alþjóðahús líka ?
Níels A. Ársælsson., 25.5.2007 kl. 17:55
Það er með algjörum endemum að nokkrum Vestfirðingi skuli hafa dottið í hug að kjósa Sjálfstæðisflokkinn með Einarana, Kr. og Odd, innanborðs í kosningunum sem fram fóru um daginn, slíkir glamrarar og loddarar sem þeir eru. Þessir legátar eru gjörsamlega óhæfir til allra hluta, a.m.k. þegar Vestfirðir eru annars vegar. Á sínum tíma voru óþurftamenn settir í poka og fluttir hreppaflutningi þangað sem þeir óhægt um vik að gera eitthvað af sér sem máli skipti..
Jóhannes Ragnarsson, 25.5.2007 kl. 19:44
Það voru nú ekki allar pokarottur fluttar langar leiðir.
Hann Jón heitinn Gerreksson sem var enskur biskup í Skálholti þótti óþurftarmaður austur þar. Bændurnir gerðu sér dagamun í góðu veðri eftir messu og stungu garminum í poka.
Þar gerðist hann svo hávær og leiðinlegur að þeir mismunuðu honum niður að Brúará og skutluðu öllu draslinu út í eftir að hafa áður bundið steinhnullung við.
Mér var sagt að þeir hafi nú hálfpartinn séð eftir þessu kallagreyin eftir að rann af þeim.
En síðan hefur Jón biskup Gerreksson ekki orðið nokkrum manni til leiðinda sem sýnir okkur að aðferðin svínvirkar.
Árni Gunnarsson, 25.5.2007 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.