20.6.2007 | 12:42
Sjómaður dáða drengur
Voðalegur gjörningur hjá gæslunni að vera að eltast við saklausa trillukarla sem hafa ekkert af sér gert annað en að reyna að bjarga sér og fjölskyldum sínum.
Það hefur löngum þótt glæpur í íslenzku samfélagi að veiða fisk í soðið til að menn geti brauðfætt og klætt börnin sín, eða allt frá tímum bóndans í Rein.
Hefur þó verið tekið mun þyngra á slíkum stórglæpum hin síðari ár eftir upptöku svo kallaðra kvótalaga.
Nú ber svo við á sama tíma og okkar smæstu bræður ert gripnir með öngla NW af Deild, þá skófla skip Samherja hf, og fleiri arðráns fyrirtækja í sig bolfiski og seiðum SA af landinu með flottrollum og sigla óáreittir og glaðir í sinni til hafnar.
Ekki að undra að menn séu glaðir og stoltir yfir framleiðslu á fiskimjöli og lýsi fyrir hænsnfugla og svín í útlöndum.
Jú, svínin og hænsnin í útlöndum verður að brauðfæða, en börnin okkar sjómanna á Vestfjörðum og víðar geta étið það sem úti frýs.
![]() |
Staðnir að ólöglegum veiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:48 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli þeir á frystitogurunum séu nú allir hættir að henda stórþorskinum sem flökunarvélarnar tóku ekki?
Ég veit að um þetta voru mörg dæmi fyrir nokkrum árum og auðvitað til að bjarga hagvextinum.
Engin hallæri hafa gengið yfir sjávarbyggðir okkar verri en hagvöxturinn. Hann eirir engu og honum er ekkert heilagt.
Árni Gunnarsson, 20.6.2007 kl. 13:35
Góður.
Níels A. Ársælsson., 20.6.2007 kl. 17:16
Er þetta ekki liðin tíð strákar, mér er sagt það, en svona var þetta, það hef ég frá grandvörum mönnum af frystiskipum....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.6.2007 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.