Leita í fréttum mbl.is

Stúlkan

 

Ég sá þig um nótt

þú stóðst í flæðarmáli

niður undir sjávarhömrum

á ströndinni vestan við þorpið

sem kúrir undir fjallshlíðinni.

Yfir firðinum hvíldi

ásýnd sakleysis og feginleika

líkt og þorpið og íbúarnir

svæfu svefni eilífðarinnar

í óravídd alheimsins.

Árþúsundin urðu sem andartak.

Það stytti upp í huga mínum.

Æviskeið mitt þaut hjá

líkt og eldingu hefði lostið í sálu mína.

Fótspor þín voru mörkuð í sandinn

sem breytti um legu

frá fótspori til spors

með stórkostlegum tilbriggðum.

Mynd þín var því lík

sem værir þú af öðrum heimi

að öll hugsun mín

vék fyrir ásjónu þinni

líkt og sandkorn

í stormi hafsins.

Líf mitt og tilvera stoppuðu

sem væri ég skip

er steytir á skeri.

Ég fann brimskafl skella

á ströndu lífs míns

og allt varð svart

í fáránleika tilverunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Takk.

Níels A. Ársælsson., 20.6.2007 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband